1. febrúar - 01.02.1937, Side 1

1. febrúar - 01.02.1937, Side 1
1 Útgefendur: Bindindisfélag Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og Stúkan Framsókn nr. 187 I II. árgangur Siglufirði, mánudaginn 1. febrúar 1937 1. tölublað Tvö ár eru liðin frá því að áfengisflóðinu var veitt yfir landið. Hver eru áhrifin ? 1. febrúar 1936 — 1. febrúar 1937 Eitt ár er liðið frá því að bind- indismenn um iand alt töluðu í ræðu og ríti um vandamál þjóðar- innar, bindindismálið, og á þessum áfanga, l. febrúar 1937, er aftur hafið máls um sama efni. Reyndar hefir oft verið rætt og ritað um bindindismálin á síðasta ári, en á þessum tímamótum er rétt að at- huga hvað gerst hefir og hvað í vændum er. Við Siglfirðingar erum svo ein- angraðir hér að mörgu leyti, að eg tek málið aðeins frá þeirri hlið, sem að okkur snýr, og er þá fyrst að skýra frá því, hve mikið áfengi hefir verið selt hér frá 1. janúar 1936 til 1. janúar 1937, eru það rúmar tvö hundr- uð tuttugu o£ sjö þúsund krónur og er það svo að segja sama upp- hæð og hér seldist fyrir sfðastliðið ár og er það hvorki fram- eða afturför. En öllum er það ljóst, að við getum ekki sætt okkur við það, að þessi upphæð haldist óbreytt er fram líða stundir, ár frá ári, og verði að óhjákvæmilegum skatti, sem vér verðum að taka með á íjárhagsáætlun vora. Enginn má hugsa á þá leið, þegar þær tölur eru nefndar, sem áfengi er selt fyrir hér, að þarmeð sé alt talið, sem eytt er fyrir áfengi. Háar upphæðir, sem eytt er í sambandi við drykkjuskap, eru til, en ómögulegt að segja um hve há- ar þær eru. En til eru þó upphæð* ir í sambandi við áfengisbrot, sem hægt er að sanna, að beinlínis bætast við ofannefnda upphæð. og eru það sektir. Á tímabilinu frá 4. júlí 1936 til 23. september s. á. eru 19 menn dæmdir fyrir áfengislagabrot hér, og nema sektir þeirra samtals tvö þúsund tvö hundruð og fimmtíu kr., einn maður er sektaður fyrir sama í desember s. á. og er sektarfé hans eitt hundrað og fimmtíu krónur nema þá sektir fyrir áfeng- islagabrot á árinu 1936 alls tvö fnísund og jjögur hundruð krónutn. Rá er ótalin öll eyðsla, sem fylgir drykkjuskapnum og fram kemur í eigin fataskemdum, og önnur fjár- útlát, sem þessu fylgja. Svo sem mörgum erljóst, er það margt, sem maður kaupir, þegar hann er undir áhrifum víns, sem annars er ónauðsynlegt og ódrukkn- um manni hefði aldrei dottið í hug að leggja peninga út fyrir. Alt þetta, sem hér er upptalið, eru þó smámunir hjá því siðferðis- lega tapi, sem leiðir af drykkju- skapnum. Fjármuna er ef til vill hægt að afla sér at'tur, en mannorðshnekki er oft ómögulegt að yfirvinna. Heimilislíf er víða í rústum af völdum ofdrykkjunnar, börn eru alin upp við skort andlega og lík- amlega, af sömu ástæðu og afbrot, sem þó ekki eru brot á áfengislög- gjöfinni, eiga í afar mörgum tilfell- um rót sína að rekja til drykkju- skapar, og þó að slíkt hafi ekki enn verið raansakað hér á landi, þá munu þeir tímar koma, að þessi ummæli mín verða sönnuð með óhrekjandi rökum. Alt þetta, sem hér er um þessi mál sagt, eru staðreyndir. Ástandið er óþolandi, og bót verður ekki á þvi ráðin, nema með samtökum og góðum vilja allrar þjóðarinnar. Enginn má sitja hjá, þegar barist er góðri baráttu, sem varðar al- menningsheill. Pétur Björnsson. I. O. G. T. I. O. G. T. Stúkan Framsókn nr. 187 heldur fund í Kvenfélagshúsinu miðvikudaginn 3. febrúar 1937 kl. 8 e.h. D A G S KRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Innsetning embættismanna. 3. Önnur mál sem fram kunna að koma, 4. Hagnefndaratriði. Templarar fjölmennið! RITARI. SÍDDEGISG UÐSÞJÓNUSTA verður haldin í Siglufjarðarkirkju mánudaginn 1. febrúar kl. 8^ e. h. í til- efni af útbreiðsludeéi bindindismanna. Sóknarpresturinn prédikar. Jón Jönsson, skölastjóri, flytur ræðu. Sálmar nr. 23 — 720 — 358 — 638.

x

1. febrúar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. febrúar
https://timarit.is/publication/664

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.