1. febrúar - 01.02.1937, Page 3

1. febrúar - 01.02.1937, Page 3
1. FEBRÚAR 3 T I L B O Ð. 1 ilboð óskast í viðbótarbyggitigu við hús Kvenfélagsins ”Von“ ' Siglufirði. Tilboðin séu í tvennu lagi : 1. Með efni o£ vinnu. 2. Aðeins vinnan Allar upplýsingar um verkið gefur hr. byggingameistari Sverre Tynes. I'ilboð auðkend „Voti 1937“ sé skilað til Porfinnu Dýrfjörð, fyrir kl. 12 þann 7. þ.m. og verða þau opnuð samdægurs í húsi félagsins ki, 16 að bjóðendum viðstöddum. Félagið áskilur sér rétt að taka einu eða hafna öllum til- boðunum. Siglufirði, 1. febrúar 1937. Bygginganie}nd Kvenfélagsins „Votiu. -—msss Pað er aðeins eitt íslenzkt líftryggingarfélag, Líftryggingardeild. og það býður betri kjör en nokkuð annað líftryggingarfélaé starfandi hér á landi. Líftryggingardeild Sjóvátryggingarfél. Islands h.f. Umboð á Siglufirði hefir Pormóður Eyólfsson, konsúll. af þe*su stafar, er þeim ekki Ijós, eða öllu heldur, um hana er ekki skeytt. Af þeasu leiðir svo iðjuleysi og alls- konar óregla, og ekki ósjaldan hefir svo unglingurinn orðið Bakkusi að hráð — þessum versta óvini mann- anna — sem sviftir þá ræðu og rænu og gerir þá sljóa fyrir góðum og göfugum áhrifum. Hver verður svo framtíð þeirrar aesku, sem eyðir tómstundum sínum þannig ? Er hrgt að búast við að hún f framtíðinni megni að halda uppi heill og hamingju ættjarðarinnar? N e i og aftur n e i. En við svo búið má ekki standa, Ef hér á að alast upp æska, sem á að vera fær um að halda uppi heiðri landsins i framtíðinni, þá eru ekki göturnar, kaffihúsin og aðrir áltka staðir, beztu uppeldisstofnanirnar og því sfður Bskkus konungurinn, sem hún á að þjóna. Pað vcrða allir hugsandi menn að taka hðndum saman og beina ung- iingunum inn á betri brautir — brautir giafu og gengig. Sem betur eru til unglingar — en þvf miður alltof fáir — sem hafa skipað sér undir merki bindindis og annarra fagurra hugsjóna. Pcir verja tómstundum sfnum við iðkun íþrótta, útilff og ýmislegt annað, sem gerir þá að hraustari og betri mönnum. Nittúran er þeirra bezti kennari og hún býður þeim þær unaðssemdir, sem hvorki er hægt að finna á skemmtistöðum bæjanna né á götum og gatnamótum. Sólin og tæra fjalia- loftið eru þær heilsulindir sem þeir kjósa frekar en tóbaksreyk og notkun áfengra drykkja, Peim er það Ijóit, að þeir bera á- byrgð gjörða sinna og seinna meir á vegur og vandi lands og þjóðar að hvfla á herðum þeirra. Æðsta takmark þeirra er þvi að verða rnentt — menn — sem óhætt er að treysta til að bera merkiðhreint og hátt f gegnum hættur og hindr- anir Iffsins. Hreftia Tyties. Kven- og barnasokkar fást í Verzlun Péturs Björnss. Ábyrgðarmaður: hannes jónasson. Myndir. Pessi litla saga sem hér fer á eftir er sögð vera frá eynni Nippon í Japan. Einu sinni voru hjón, sem áttu litla dóttur. Pau höfðu mjög mikla ást á þessari dóttur sinni. Einu sinni fór faðir þessarar litlu stúlku í kaupstað og í ferðínni keypti hann litla brúðu handa dóttur sinni en um leið keypti hann spegilerhann gaf konu sinni. Hin unga kona hafði aldrei séð spegil fyr og fannst hann vera mjög undarlegur hlutur. Hún vissi ekki til hvers átti að nota spagilinn og spurði bónda sinn í mesta sakleysi hvaða andlit það væri er hún sæi i speglinum. „Pú sérð þitt eigið andlit“ sagði maður hennar hlæjandi. Konan fyrirvarð sig svo mjög fyrir fávizku sína, að hún tók spegilinn, faldi hann og leit aldrei í hann nema í leynum. Mörg ár liðu. Pegar konan lá á banabeði kallaði hún dóttur sína til sin og mælti: „Kæra barnið mitt, þegar eg er dáin, skalt þú líta í þennan spegil á hverjum morgni og þá muntu sjá mig. Pú skaltþví ekki syrgja mig, það er eins og eg skilji aldrei til fulls við þig, þegar þú hefir alltaf mynd mína þér fyrir augum.“ Pannig er þessi litla saga, Hún getur gefið nokkurt tilefni til um- hugsunar. Við skiljum öll eftir mynd okkar fyrir augum þeirra er við höfum kynnst, er við höfum átt samleið með, og þá ekki síst þeirra, sem standa okkur næst og eru okkur ástfólgnastir. Móðirin sem dó var ekki hrædd við að skilja eftir mynd sína hjá dótturinni, sem hún elsk- aði, því hún vissi, að ekkert hafði það verið í breytni hennar, er gat kastað skugga á mynd hennar og minningu í augum dótturinnar. Við að horfa á myndina gat ekkert annað ryfjast upp í huga dóttur- innar, um sambúð þeirra og um breytni móðurinnar, en það sem fagurt var og gott. Hún gat dáið örugg í þeirri vissu, aðmyndhenn- ar var alltaf jafn hrein í augum hennar. En hvernig eru svo þær myndir er menn almennt framkalla í hugum þeirra er þeir búa með og sem þeir skilja eftir, er þeir hverfa héðan? Pær munu vera af ærið misjafnri gerð og útliti. Um þaðer ekki að efast, að allir vilja að þær myndir séu þannig úr garði gerðar, að þær veki bjartar, hlýar og góðar endurminningar, hjá þeimermynd- irnar geyma. En þá ber þess að gæta, að breytnin sem ræður gerð myndarinnar, sé í samræmi við þessar óskir. Myndin, sem eftir er skilin í hugum manna, tekur ekki breytingum frekar en ljósmynd á spjaldi. Við skulum hugsa okkur, hvernig sú mynd er, sem drykkjumaðurinn skilur eftir í hugum konu sinnar og barna, Hún hlýtur að vera sorglega ömurleg sú mynd. Eg ætla ekki að reyna til að lýsa henni. Nú er það svo, að drykkjumaðurinn, þótt hann hafi orðið fyrir þeirri ógæfu að verða ofdrykkjunni að bráð, þá get- ur hann borið í brjósti heita og fölskvalausa ást til barna sinna og þcirra sem næst honum standa, og hann vill máske gjarnanað ástvinir hans geymi um hann fagraroggóð- ar endurminningar og að mynd hans sé hrein og blettlaus í augum þeirra, en hann getur ekki búist við að svo verði nema breyting verði á framferði hans. Andlit eigin- mannsins, sonarins, bróðursins, þeg- ar það er afmyndað af vínnautn, er sú hryggðarmynd, svo átakanleg og sorgleg, að hún afmáist aldrei til fulls, jafnvel þótt timar líði. Við skulum öll atbuga hvaða mynd við höfum gefið af sjálfum okkur til vina okkar og vandamanna. Ogef svo skyldi fara, við athugun okkar, að við sæjum, að sú mynd er ekki hrein og skuggalaus, þá reynum að afmá skuggana með breytingu á hegðun okkar og framferði. Enginn veit hve líf hans verður langt. Eitt mis- stígið spor í dag getur verið síðasta sporið, spor sem ómögulegt er að bæta fyrir. Við viljum sjálfiagt öll ski.ja eftir góðar og fagrar ^endurminn- ingar um okkur, þegar við hverf- um héðan. Hreina mynd af okkur sem hvergi ber skugga á, í hjörtum ástvina okkar, sem eftir lifa. Kapp kostum að svo geti orðið. Hatwes Jónassoti. Konan og flaskan. Eg er ekki vön þvi að fara fram á ritvöllinn né koma hugsunum mínum í búning og verður þú, les- ari góður, því að virða það sem á eftir fer, á betri veg, Hugur minn hefir oft staðnæmst við framkomu konunnar gagnvart áfenginu og þvi hefi eg valið mér fyrirsögnina að þessum orðum mín- um: „Konati og flaskan". Á herðum okkar kvennanna hvílir að miklu leyti uppeldi dætra okkar og sona, og viljum við fyrir þau láta okkar síðasta blóðdropa, til þess að æfibraut þeirra verði björt og hrein. Pað er því mikið undir því komið, hvaða fyrirmynd- ir við gefum þeim, hvort við leið-

x

1. febrúar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. febrúar
https://timarit.is/publication/664

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.