1. febrúar - 01.02.1937, Side 4
4
1. FEBRÚAR
um þðu að nautna- eða heilsu-
brunnum lífsins.
Æskan er léttlynd og þráirgleði,
en í yfirgripsgleðinni sér hún ei
hættuna og því „bera menn þess
sár um æfilöng ár, sem aðeins var
stundarhlátur". Pað á því að vera
lífsstarf okkar, að brjóta alla eitur-
bikara Bakkusar, með því að allar
konur, yngri sem eldri, gangi í
félagsskap, sem neitar öllu áfengi í
hvaða mynd sem er og ganga stúk'
urnar lengst í því, á sama tíma
sem þærveita bæði andlegan þroska
og sanna gleði með starfi sínu.
Eg vil, lesari minn, bregða upp
fyrir þér mynd, sem tengd er við
konuna og flöskuna. Pað eru því
miður altof margar til, þótt eg að-
eins bendi á þes*a.
Við erum stödd í veislusal, allt er
skreytt með Ijósum og blómum,
borðin svigna undan réttunum og
við hvern disk standa 4 glös. Pað
er æskan sem streymir inn. Ungar
sællegar meyjarog gjörfulegir svein-
ar. Hér var ríki gleðinnar og hér
svifu framtíðardaumar hinnar stór-
huga æsku í loftinu, á herðum henn-
ar átti framtíð lands og þjóðar að
byggjast. Sveinarnir sögðust líka
vera menn til að taka við af þeim
Gunnari, Gissur og Geir og ekki
mættu þeir verða minni en Egill í
því að drekka og voru nú minni sögð
mörg og oftlega skálað. Hinn villti
Bakkus réði. — Pá var það eð ein
af meyjunum stóð upp og sagði við
sessunaut sinn: „Eg er Hallgerður
langbrók, þú ert minnGunnar, eigi
munt þú mér kinnhest gefa og
frjáls er þér lokkur úr hári mínu í
þinn bogastreng". — Var að þessu
góður rómur gjörður og drukkið
minni „Hallgerðar“ og drakk hún
fast. „
Petta hóf tók enda sem öll önn-
ur, en þetta var fyrsta og síðasta
hófið hennar „Hallgerðar". — En
hann Gunnar, litli drengurinn henn-
ar, hefir ósvikið fengið lokka úr hári
hennar í framtíðarbogann sinn, allt
frá kastaníubrúnu lokkunum til silf-
urhvíta hársins, sem hún nú ber.
„Æ jæja, það var flaskan" er hún
oft vön að segja um leið og tár
koma í augun.
Eg vil ljúka máli mínu með því,
að skora á Jalla kvenþjóðina að
standa saman um útrýmingu áfeng-
isins. — I dag eru rétt tvö ár síðan
stíflan var tekin úr flóðgáttum víns-
ins og því á hleypt yfir landið. —
I dag megum við ekki hika við að
taka höndum saman til að loka
aftur fyrir eiturveigina. Ef við kon-
urnar göngum á undan, undir merki
Trúar, Vonarog Kærleika, þá koma
bændur okkar, synirog dætur með.
Porfinna Dýrfjörð.
Pættir úr sögu
Reykjavikur
fást í
Bókuverzl. Hannesar Jónassonar.
1935 — 1. febrúar — 1937.
(liugæiðlngar andbannings).
Tvö ár. Pað er ekki langur tími
í sögu þióðanna, en hvíltk feikna
breyting getur þó ekki orðið á hög-
um einstaklínga og þjóða á þeim tíma.
Og ekkert tveggja ára tímabi! skiiur
við heiminn að öllu leyti eins og
þegar það hófst.
Og þó er breyíingin hraðari f lífi
einstaklinganna, hinir uugu þroskast
en hinir görnlu hrörna.
Og þó gctur stundum að líta þá
sorglegu staðreynd, að þeim, sem
ættu að vera á þroskabrautinni, miðar
afturábak, vegna einhverra orsaka ut-
an- eða iunanaðkomandi. Fyrir tveim
árum mun það hafa verið flestra álit
að íslenzka þjóðin væri á leið áfram
eftir þroskabrautinni. Menn trúðu því
almennt að hún væri orðin svo þrosk-
uð, a. m, k. meirihluti hennar, að ó-
hætt myndi vera að létta af þeim
hömlum, sem þá gildandi lagaákvæði
lögðu á innflutning áfengra drykkja,
bæði vegna ófremdarástands þess, sem
þá ríkti í áíengismálum þjóðarinnar
og mörgum fannst óviðunandí, og
hins, að þeir trúðu á menningarþroska
þjóðarinnar að hún myndi ekki verða
áfengisbölinu að bráð.
Æskumönnum þjó3arinuar vartreyst
til að standa á verði um framtíö sína
og þjóðarinnar.
Og þjóðin »jálf er enn á æsku-
skeiði, en menn trúðu því að hún
væri komin yfir gelgjuskeið þjóðlífs-
ins og búin að ná þroska hinnar
framgjörnu æsku, sem er orðin
það þroskuð að hún velur sér veg
yfir fenið, í stað þess að ana í blindni
og festa sig f kviksyndinu.
í þessu traustí munu bæði eg og
aðrir, sem í ræðu og riti réðum til
að afnema hömlurnar af áfengisinn-
flutningnum, hafa tekið afststöðu okk-
ar til málsins.
Við gátum ekki trúað því að menn-
ingin, sem alltaf var verið að guma
af, reyndist hégómi einn, þegar á
reyndi þro3kann og dómgreindina,
Að vísu gerðum við ailtaf ráð fyrir
að eitthvað meira yrði drukkið af
áfengi, fyrst í stað, eftir að innflutn-
ingur yrði frjáls. — En að áfengis-
neyzlan reyndist siík, sem raun hefir
á orðið, dalt víst engum f hug. — Að
þessi fátæka þjóð fórnaði milljónum
á milijónir ofan á altari Baccuiar, ár
eftir ár, —við því höfðurn við ekki
búist.
Við bjuggumst við að áfengis-
neyzlan ksemi aðallega á hina eldri
kynslóð, en æskan reyndist svo þrosk-
uð að henni væri lítil hætta búin.
En — hin dapra reynzla hefir sýnt
okkur að fólk á æskuskeiði, piltar og
stúlkur, oft hin efnilegustu ungmenni,
hafa kropið að lindum Baccusar, og
lýnt þar sóma sínum og siðgæði. Pó
þetta ætti sér oft stað áður, þá virð-
ist þeim æskulýð hafa fjöigað, sem
gerst hafa Baccusi háðir síðan I,
febrúar 1935.
Við verðum því að játa að við
höfum reiknað skakkt í þessu tilfelli.
Viö gerðum okkur vonir um að
með innflutningi sterku vínanna yrði
hægt að ráða nióurlögum „Landans",
hefir það að því er virðist tekist að
mestu. Eintiig er, að öllum Hkindum,
minna um smygl á áfengi en áður var.
Petta er að vísu góður árangur, en
líka hið eina, sem hægt er að reikna
til tekna. Leynisala mun alltaf hafa
verið allmikil, bæði í sambandi við
smygiið og heimabruggið og einnig
með áfengi sem keypt var á löglegum
útsölustöðum og selt út með álagningu
þá tíma sem hinir löglegu útsölustað-
ir voru lokaðir.
Pessi tegund leynisölunnar mun
ennþá standa í íullurn blóma, og jafn-
vel stunduð af langtum fleirum en
nokkru siuni áður. Pennan ósóma
virðist vera allíilt að ráða við, því
bæði gera kaupendur og seljendur
sitt til að halda því leyndu og eins
virðist það vera þegjandi samtök
fjöldans að hylma yfir leynisöluna,
eins og yfirleitt öll áfengislagabrot.
Petta kæruleysi fjöldans gagnvart á-
fengislöggjöfinni, er beinn arfur frá
banntimanum, þá vöndust menn á
þegjandi fyrirlitningu og jafnvel hatur
gegn þessarri löggjöf, sem í fyrstu
var sett móti vilja verulegs hluta
þjóðarinnar,
Pað ltarm nú að vera að sumum
reglusystkinum mínum og öðrum,
sem hafa verið og eru bannvinir, þyki
þetta hörð fullyrðing, en eftir því
sem eg hefi bezt getað tekið eftir og
reyr.zlan hef^r sýnt, þá cr hún rétt.
Og það er til ílls eins að reyna að
blekkja sjálfan sig, með því að draga
fjöður yfir þessa reynslu.
Pegar við nú lítum yfir þessi tvö
ár, sem liðin eru frá 1. febr. 1935,
vaknar sú spurning, hvort við t áfeng-
ismálunum höfum gengið fram, staðið
í stað eða miðað afturábak ?
Áfram hefir okkur ekki miðað,
heldur höfum við staðið í stað og að
sumu leyti miðað afturábak.
En orsakanna til að okkur hefir
miðað afturábak, er ekki fyrst og
fremst afnám bannlaganna 1935, held-
ur verður að leila þeirra langt aftur
í tímann, allt til atkvæðagreiðslunnar
1908,
Afleiðingarnar, sem eiga rót sína
að rekja tíl þeirrar orsakar, að bann-
lögin voru í öndverðu sett að óvilja
allverulegs hluta þjóðarinnar og marg-
lr áhrifamenn hennar voru þeim frá
öndverðu andstæöir, liggja, sem ein
keðja, er rekja má fram til þessa dags.
Við erutn í dag stödd við það
vandasama spursmá!: Hvað á að gera
til að draga úr áfengisflóðinu og
vernda þjóðina gegn vaxandi áfengis-
hætíu ?
Pið er afar erfitt að gefa svar við
þessari spurningu og gera tillögur um
framtíðar8kipulag þessara mála.
Fræðsluleiðina verður að fara, að
svo miklu leyti, sem unt er. En sú
leið er seinfarin og langt er þar að
marki.
Bannleiðina er búið að reyna og
hverfa frá henni, og sjáanlegt, að
þýðingarlaust er að reyna hana nú f
langa framtíð.
Ekki vírðist úr vegi að athuga skömt-
un á áfengi, eftir áfengisbókum, í
það minsta er sú hugmynd það góð,
að ekki má ganga fram hjá henni, án
þess að taka hana til rækilegrar at-
hugunar.
En hvað sem gert er, má ekki
hrapa að neinu eða setja neinar
hömlur, sem sjáanlega verða til að
vekja mikla mótstöðu, því að þær
verka jafnan öfugt.
Eg ætla ekki að fara að benda á
neina leið, sem örugga, slíkt er ekki
mitt færi. Eg vonast eftir að um það
verði ritað af mér færari mönnum.
• En eitt er það, sem þegar má
hefjast handa með, og það er útrým-
ing leynisölunnar.
Um það munu ekki vera skiftar
skoðanir meðal allra bindindisvina, að
hún er svívirðileg þjóðarskömm, sem
hverjum heiðarlegum borgara á að
vera heiiög skylda að vinna á móti.
Á leynisöluna ber að líta sem þjófn-
að af versta tagi, þar sem með henni
er ástundað að hafa fé af mönnum,
sem alloftast eru undir áhrifum víns
og geta því ekki talist sjálfráðir gerða
sinna.
Dæmi munu til þess, að þorparar
þeir. sem leynisöluna stunda, veiti
mönnum vín til þess að geta féflett
þá, þegar þeir gerast ölvaðir.
Pað er þessi svívirðing, sem fyrst
af öllu þarf að gera allsherjar herferð
gegn, með aðstoö allra heiðarlegra
manna, í hverri stétt sem þeir eru og
hvar í flokki sem þeir standa í stjérn-
málum.
P. Á. B.
Kvenfélagið Von
biður þess getið, að fundur sá, er
halda átti fimtudaginn 4. þ. m. verði
eigi fyr en fimludaginn 11. þ. m.
fíiglufjai-ðarprentsmiðj a.