Póst- og símatíðindi - 01.12.1959, Page 1

Póst- og símatíðindi - 01.12.1959, Page 1
Póst- og símatíðindi Gefin út af Póst- og símamálastjórninni Nr. 10—12. Október—desember 1959. Lesist þegar við móttöku! Efni: Lesist þegar við inóttöku! A. I. Póstkröfur. II. Reglugerð um skyldusparnað. III. Launaseð;il ríkissjóðs. IV. BrothæUir bögglar. V. Lausar stöður og veittar. VI. Bréfhirðingar. VII. Blöð og timarit. VIII. Árstalning. IX. Talning almennra póstsendinga. X. Umburðarbréf. Póst- og simamálastjórnin óskar ölln starfsfólkinu gleðilegs nýárs og þakkar samvinnu á hinu liðna ári. A. i. Póstkröfur. Að gefnu tilefni eru póstmenn hér með minntir á eftirfarandi i sambandi við Póstkröfur: L Póstkröfur eru kröfur um innheimtu á peningaupphæð allt að 25.000 krónum, ef hún á að innheimtast í kaupstöðum og 10.000 krónum, ef hún á að innheimt- ast utan kaupstaða. 2. Póstkröfur mega fylgja almennum bréfum, áhyrgðarbréfum, peningabréfum og bögglum. Má þá alls ekki afhenda muni þessa, nema upphæð póstkröfunnar sé að fullu greidd. 3- Póstkröfur skulu innleystar innan hálfs mánaðar frá því þær koniu á ákvörð- unarpósthúsið; þó getur sendandi ákveðið sérstakan frest fyrir útborguninni allt að 30 dögum, en þá verður póstkröfueyðublaðið að hafa greinilega áletrun um það. Séu póstkröfur ekki innleystar innan þessara fresta, ber að endur- senda þær með fyrstu ferð. 4- Póstmeistarar og póstafgreiðslumenn eru ábyrgir fyrir upphæðum póstkrafna, sem dregst að endursenda. Nánari upplýsingar er að finna í alþjóðapóstkröfusamningnum, starfsreglugerð hans og í reglugerð um notkun pósta frá 1925 með áorðnum síðari breytingum. II. Reglugerð um skyldusparnað. Ný reglugerð um skyldusparnað hefur verið send öllum pósthúsum og ber Postmönnum að kynna sér hana vandlega. Helztu breytingar frá eldri reglugerð um sama efni eru þessar:

x

Póst- og símatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.