Póst- og símatíðindi - 01.12.1959, Page 2

Póst- og símatíðindi - 01.12.1959, Page 2
2 1. Frestur til sparimerkjakaupa sparanda sjálfs framlengdur til febrúarloka, sjá 2. gr. 2. 3. málsliður 1. mgr. 3. gr. um orlofsmerki, yfirprentuð, falli niður. 3. Við 4. gr. bætist ný málsgrein, um tölusetningu nýrrar bókar. 4. Undirskattanefndum heimilað að leyfa endurgreiðslu til þeirra, sem undan- þegnir eru, en hafa afhent sparimerki sín, sjá 5. gr. 5. Við 2. mgr. 6. gr. bætist ákvæði um sönnun undanþágu fyrir unglinga í sveitum. 6. Ný mgr., sem verður 2. mgr. 7. gr., um tæmingarskyldu við áramót. 7. Á eftir 2. málslið 2. mgr. 3. gr. komi ákvæði um yfirstimplun. 8. Heimild veitt póstmanni til synjunar á endurgreiðslu, sjá 5. gr. 3. mgr. 9. Við 1. og 2. mgr. 13. gr., er bætt við ákvæðum um andlát sparifjáreiganda. 10. í stað skattstofu í Reykjavik í 16. gr. 1. mgr., komi hlutaðeigandi skattayfirvaldi. 11. í stað kr. 200.00 í 18. gr. 2. mgr. komi allt að kr. 500.00. III. Launaseðill ríkissjóðs. Sýnishorn af launaseðli ríkissjóðs hefur verið sent til allra pósthúsa og er í því sambandi hér með vakin athygli á þeim reit, sein merktur er skyldusparnaður. í hann er skráð sú upphæð, sem dregin er frá launum vegna skyldusp^rnaðarins. Reiturinn er síðan klipptur út og límdur inn í sparimerkjabók eins og um vana- legt sparimerki væri að ræða. IV. Brothættir bögglar. Vegna síendurtekinna kvartana ákveðins fyrirtækis, sem sendir mikið af brot- hættum bögglum, eru póstmenn hér með alvarlega minntir á, að meðhöndla brothætta böggla með ítrustu varúð. V. Lausar stöður. a. Eftirtaldar stöður hafa verið auglýstar lausar til umsóknar: Nokkrar stöður póstmanna við póststofuna í Reykjavík. Staða stöðvarstjóra pósts- og síma á Egilsstöðum, umsóknarfrestur til 15. nóvember 1959. Staða fulltrúa I við póstmálaskrifstofuna, umsóknarfrestur til 1. desember 1959. Staða bókara við birgðavörzlu landssímans, umsóknarfrestur til 25. nóv. 1959. Staða deildarstjóra við tollpóststofuna í Reykjavík. b. í eftirtaldar stöður hefur verið skipað: Póstmeistari í Reykjavík frá 1. janúar 1960, Matthías Guðmundsson. Deildarstjóri tollpóststofunnar í Reykjavik frá 1. janúar 1960, Sigurður Ingason. Stöðvarstjóri pósts- og síma á Egilsstöðuin frá 1. febrúar 1960, Bjarni Linnet. Fulltrúi I við póstmálaskrifstofuna frá 1. janúar 1960, Bjarni Sigurðsson. Fulltrúi I við pósthúsið á Keflavíkurflugvelli frá 1. jan. 1960, Þórður Halldórsson. VI. Bréfhirðingar. a. Eftirtaldar bréfhirðingar verða lagðar niður frá 1. janúar 1960 að telja: Bergsstaðir (Bl) og Neðri-Lækjardalur (Bl).

x

Póst- og símatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.