Barnablaðið - 01.04.1950, Side 1
:»0<$><^<t><^<s>OCOO<^C<í>00000<S>0<$>00<«><S>0<*><*>00<$x$’<^0000<;>0<»000<S><^<SxKveO<*><*X5>0
BARNABLAÐIÐ
H/'nn upprisni Frelsari og María Ma£dalena.
.... Og englamir segja við Maríu: Kona, hví grætur þú? Hún segir
við þá: Af því að búið er að taka burt Drottinn minn, og ég veit eigi, hvar
hann hefur verið lagður. Þegar hún hafði þetta mælt, sneri hún sér við
og sér Jesúm standa þar, en hún vissi ekki, að það var Jesús. Jesús segir
við hana: Kona, hví grætur þú? Að hverjum leitar þú? Hún hugði,aðþetta
væri grasgarðsvörðurinn, og segir við haim: Herra, hafir þú borið hann
burt, þá segðu mér, hvar þú hefur lagt hann, og mun ég taka hann. —
Jesús segir við hana: María! Hún sneri sér við og segir við hann á he-
bresku: Rabbúní! sem þýðir: Meistari. Jesús segir við hana: Snertu mig
ekki, því að ennþá er ég ekki uppstíginn til Föður míns; en far þú tii
bræðra minna og seg þeim: Ég stíg upp til Föður míns og Föður yðar, til
Guðs míns og Guðs yðar. — María Magdalena fer og boðar lærisveinun-
um: Ég hef séð Drottin! og að hann hafi sagt henni þetta. Jóh. 20 : 13—18.