Barnablaðið - 01.04.1950, Side 2
Tapaða umslagið
„Karen farðu til frú Engström á Sniðgötu 15 með þessi blóm. Þau kosta
5 krónur, og peningana geturðu látið í þetta umslag og geymt í vasa þín-
um í bakaleiðinni."
Það var Anderson, forstjóri blómaverzlunarimiar, sem Karen Nilsen
vann við sem sendill, sem gaf þessar fyrirskipanir.
Karen varð fljótt tilbúin og það tók ekki langan tíma þar til hún
hringdi bjöllunni hjá frú Engström.
„Góðan daginn! Þetta er frá blómaverzlun Anderson, ég átti að af-
henda yður þau.“ — „Það var gott að þau komu svo fljótt. Hvað kosta
þau?“ — „5 krónur.“ — „Bíddu augnablik meðan ég næ í peningana."
Frú Engström kom að vöru spori aftur með 5 krónumar og 25 aura, sem
hún gaf Karen. — „Kæra þökk,“ sagði Karen um leið og hún hneigði sig.
Hún lét nú 5 krónu seðilinn niður í umslagið, sem hún lét svo aftur í
vasa sinn, peninginn sinn lét hún í annan vasa, þar sem hann skildi geym-
ast þar til heim kæmi. — Svo hjólaði hún til baka, en rétt áður en hún
kom að dyrum verzlunarinnar fór hún niður í vasann, sem umslagið var,
en sér til skelfingar varð hún þess nú vör, að þar var ekkert umslag. Hún
leitaði í öllum vösum, en það bar engan árangur, umslagið var horfið. —
Hvað átti hún nú að gera? Hún leitaði í kringum hjólið og á nokkrum
öðrum stöðxun, en þar var ekkert umslag. — Það var heldur ekki auðvelt
að finna hvítt umslag í snjónum. Þegar Karen stóð við hjólið og hugsaði
um, hvað hún skildi gera, byrjuðu tárin að renna niður vanga hennar.
Hugsa sér, ef hún yrði nú að borga 5 krónumar af sínum eigin laimum,
sem vom ekki mikil. Hún ætlaði þó að kaupa afmælisgjöf handa mömmu
sinni. — „Góði Guð, þú verður að hjálpa mér,“ bað Karen. Hún vissi, að
Guð heyrði bænir og gat hjálpað í allri neyð.
„Máske hef ég tapað umslaginu áður en ég beygði yfir götuna. Ég ætla
að ganga yfir götuna.“ — Þegar hún hafði leitað þar um stund, fannst
henni, sem eitthvað liggja þama í snjónum. Þegar hún beygði sig niður til
að aðgæta þetta, sá hún sér til mikillar gleði, að þarna var umslagið með
5 krónu seðlinum.
Karen varð svo glöð, að hún vissi varla, hvernig hún átti að láta, hana
langaði til að hrópa hátt af gleði. En þá kom henni í hug það, sem henni
bar að gera, hún spennti greipar og sagði: „Góði Guð, þökk fyrir að þú
hjálpaðir mér.“ Því að það var Guð, sem hafði stjómað skrefum hennar
þangað, sem umslagið lá, það var hún sannfærð um.
B. U. — S. P.