Barnablaðið - 01.04.1950, Page 10

Barnablaðið - 01.04.1950, Page 10
8 BARNABLAÐIÐ (Framhald.) Á leiðinni að kökubúðinni gengu þau yfir autt svæði, þar sem reist hafði verið „Cirkustjald". Utan við tjaldið stóð skrípaleikari og hróp- aði hárri röddu: „Klukkan fjögur byrjar stórfelld barnasýning. Aðgangurinn aðeins 35 aurar fyrir börn. Stórfengleg sýning!" „Eigum við ekki að koma inn?“ spurði Óli, en Inger ýtti við hon- um ,og þau héldu áfram. „Vill Jesús ekki, að við komum inn?“ spurði Óli, meðan hann hálf- óánægður fylgdi með burt frá tjald- inu. Honum varð starsýnt á skraut- klædda skrípaleikarann, en vegna þess, að honum þótti góðar kökur og gosdrykkir, þá fylgdi hann með og gleymdi brátt dýrðinni á torg- inu. Inger átti smærri systkini heima, sem hún var vön að hjálpa við borðið. Þess vegna tók hún að sér að sjá um Óla, gaf honum að drekka og gætti þess, að hann hellti ekki ofaná fötin sín. Gróa brann af öfund, henni fannst Inger þrengja sér inn í það hlutverk, sem henni sjálfri viðkom. Þegar þau höfðu lokið sér af í kökubúðinni, gengu þau stundar- korn um göturnar, þar til kasnai að því, að vagninn færi heimleiðis. Fjöldi fólks var á götunni. Cirkus- fólkið fór um bæinn og auglýsti sýninguna. Fyrst gekk hljómsveit og lék fjörug göngulög, sumir leik- ararnir steyptu sér kollhnís á göt- unni, aðrir voru ýmist gangandi eða ríðandi, klæddir margvíslegum búningum. Sýningin átti bráðlega að byrja. Börnin þrjú bárust með fólks- straumnum. Gróa hafði verið svo heppin að ná í hendina á Óla, og hún hélt fast í hann til þess að vera viss um, að Inger næði ekki i hann. Óli var yfir sig hrifinn af hljóm- sveitinni og skrautlegum búning- unum. Inger var spottakorn a und- an þeim í mannþrönginni og korost ekki þaðan. Hún varð að fylgja straumnum. Kápan hennar hékk yfir öxlina, og allt í einu sá Gróa, að buddan hennai datt úr kápuvas anum, án þess hún veitti þvt eftir- tekt. Gróa tók budduna upp. Fyrsta hugsun hennar var að fá Inger hana, en svo datt hcnni nokkuð í hug. Það voru tvær krónur i budd- unni, og það var méira en nóg til þess, að hún og Óli gætu farið á sýninguna. Þau gætu falizt í mann- þrönginni, svo Inger fyndi þau ekki. í hrifningunni hafð: Óli ekfi veitt því eftirtekt, er Gróa tak upp

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.