Barnablaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 15
BARNABLAÐIÐ
ia
Börnin í Grefsrudhverfinu
Nú er Isaac Litli Allat, Gyðingadrengurinn, kominn í Grefsrudhverfið hjá
Holmestrand, og án allra erfiðleika hefur hann sameinazt fjöldanum. Það eina,
sem aðgreinir hann frá þeim 160 fjörmildu bömum, sem eru í hverfinu, er plást-
urinn á nefi hans, sem er hið eina sýnilega merki um þann áverka, er hann fékk
í hinu voðalega flugslysi. ,
I hellinum
Allt gekk vel fyrir Davið. Sem
hirðir var hann trúr og hugrakkur
í þjónustu sinni, og sem hershöfð-
ingi yfir her ísraels var hann sigur-
sæll í hverri orustu.
Þetta þoldi ekki hinn öfundsjúki
konungur Sál. Hann gerði samsæri
gegn Davíð, og vildi deyða hann.
Á leit sinni eftir Davíð kom Sál
einu sinni í dimman helli, en hann
vissi ekki að Davíð var þar. Þá
hefði Davíð átt hægt með að deyða
Sál. En í staðinn fyrir varðveitti
Davíð konunginn fyrir þeim, sem
vildu ráðast á hann. Fyrir þessa
göfugmennsku sína óx Davíð í áliti
hjá Guði og öllum ísraels lýð. Da-
víð var ekki hefnigjarn. Hann laun-
aði illt með góðu.