Barnablaðið - 01.04.1950, Side 19
Þegar Sigvard þurfti að borga
skuld sína
Það var fyrsta árið, sem Sigvard gekk í skólann. Bráðum leið að
því, að hann fengi prófskírteini sitt og þá byrjaði sumarfríið. En
áður þurfti að borga smáskuldir, sem börnin þurftu að gera upp
við kennarann. Sigvard skuldaði 10 aura fyrir litla skrifbók og blý-
ant. Kennarinn bað hann því að hlaupa heim til mömmu og fá
aurana. Þegar Sigvard kom aftur í skólann, varð hann sér til undr-
unar þess vís, að hann var búinn að týna 10-eyringnum. — Nú var
ekki annað að gera en hlaupa heim aftur og fá annan aur. En
Sigvard fékk ekki annan 10-eyring hjá móður sinni. Hún sagði
honum að fara og leita að peningnum, og ef hann ekki fyndi
hann, þá yrði hann að taka á móti vandlæti kennarans fyrir þenn-
an trassaskap sinn. — Sigvard fannst hann vera mjög óhamingju-
samur þegar hann hljóp aftur til skólans. En honum datt gott ráð
í hug. Hann skildi biðja um hjálp til að finna aftur aurinn sinn.
Á meðan hann hljóp, hrópaði hann í hjarta sínu: „Guð, hjálpaðu
mér að finna aftur týnda aurinn.“
Allt í einu fannst honum hann skildi róta til í forarpolli, og
hvað, kom ekki aurinn skoppandi og stoppaði fyrir framan fætur
hans. Mikið varð Sigvard glaður. Hann hafði beðið til Guðs
oft áður, en aldrei fengið að reyna svo áþreifanlegt bænasvar.
Eftir þennan atburð þorði Sigvard að treysta Guði betur.
„Biðjið og yður mun gefast. Leitið og þér munuð finna. Knýið
á og fyrir yður mun upplokið verða.“ Þannig talaði Jesús.
Nú Jesús mitt er athvarf eitt,
ég aldrei villast þarf því neitt.
Nú öruggur ég alltaf er
á æfi minnar vegi hér.
F. L. - S. P.