Barnablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 9
Bengta var orðin mjög hrædd um drenginn sinn. Hún hélt að eitt- hvað hræðilegt hefði hennt hann. Hún var búin að fara til tréskó- smiðsins og spyrja eftir honum, árangurslaust. Enginn hafði séð Þórð. Hún var búin að hlaupa fram og aftur í skóginum og hafði hrópað nafn hans svo að undir tók, en enginn Þórður sást eða heyrðist. En þetta kvöld lærði hún að biðja. Hún féll á kné á þúfu við veginn og hrópaði og bað til Guðs af öll- um rnætti sálar sinnar. Þá var hún alit í einu vafin örmum Þórðar. Hann hafði komið eftir skógargöt- unni og fundið mömmu. Hún varð svo glöð að hún vissi varla af sér. Hún grét hljóðlega litla stund þangað til hún gat komið upp orði. „Elsku mamma mín,“ sagði Þórð- ur blíðlega og strauk henni um hárið. „Láttu þér nú ekki leiðast lengur. Ég er hérna heill á húfi og hef fréttir að segja þér.“ En hvað móðirin gladdist að heyra rödd kæra drengsins síns. N ú náði hún sér alveg og varð inni- lega glöð. „Ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig,“ ómaði stöð- ugt í huga hennar. Ó, hvað hún var þakklát sínum himneska föður. Nú vildi hún aldrei oftar efast um bænheyrzlu hans. Nú varð Þórður að segja frá öllu, sem fyrir hann hafði komið, og það entist bæði á heimleiðinni og þangað til þau voru háttuð. Mömmu hans fannst það líkast draumi. Loksins sofnuðu þau, og af því að þau voru bæði þreytt, sváfu þau langt frarn á morgun. Það fyrsta sem móðirin gjörði þegar hún vaknaði, var að spenna greipar og mæla hljótt fram versið sem kvöldið áður hafði þreytt hana mest að heyra: „Akalla mig á degi neyðarinnar, ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig.“ Þá var barið að dyrum. Hún fór á fætur í skvndi, fleygði einhverri flík yfir sig og flýtti sér að opna dyrnar. Það var vinnustúlkan hjá herragarðseigandanum, sem komin var með matarkörfu og bréf til Þórðar. Bengta bað að heilsa með þakklæti fyrir gjafirnar og gekk inn. Þórður hafði vaknað og sat uppi í rúminu. Hann braut upp bréfið með óstyrkum höndum. Fyrst kom úr því tíukrónaseðill og síðast það bezta: vingjarnlegt bréf frá herragarðseigandanum með þakklæti fyrir hjálpina, og loforði um að Þórður skyldi fá að lrafa áfram íbúð þeirra á eigin nafni, með því skilyrði að hann yrði öku- maður Iijá bréfritaranum. „Því að læknirinn hefur alveg sérstaklega mælt með þér,“ stóð þar að end- ingu. Þórður las bréfið margsinnis. En síðan spennti hann greipar tii lofgjörðar og þakklætis eins og móðir hans. „Ákalla mig á degi neyðarinnar, ég mun frelsa þig og þú skalt veg- sama mig.“ Þýtt. Sigr. Halld. barnÁblaðið 29 I

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.