Barnablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 11
Niels tók á móti peningunum. inn og fékk tvo spari- bauka handa börnunum. Þau byrjuðu strax að spara. Allir aurar, sein þeim áskotnaðist hurfu niður í sparibaukana. Stundum laumaði pabbi þeirra einurn og einum tíeyring í þá í viðbót og þegar frændur og frænk- ur komu í heimsókn, létu þau stundum eitt- hvað af hendi rakna í baukana. Með tímanum urðu sparibaukarnir mjög þungir. — Dag nokkurn tók pabbi þá með sér í sparisjóðinn. Börnin fengu auðvitað að fara með. — Pabbi hvolfdi aurunum úr sparibaukunum. Hann staflaði þeim upp, tíu í hvern bunka. Gauti var svo áhugasamur að hann velti um koll einum bunkanum eftir annan. En loksins var pabbi búinn að telja. Það voru tólf krónur í hvor- um bauk. Niels í sparisjóðnum tók á móti peningunum. — En pabbi, sagði Ingigerður allt í einu. Við höfum gleymt negrabörnunum. Þau eiga að fá sinn hlut af þessum peningum. Það hefur þú alltaf sagt. — Það er rétt hjá þér, góða mín svaraði pabbi hennar. Þá leggjum við bara tíu krónur í hvora bók, og þá fá negrabörnin tvær krónur frá hvoru ykkar. Niels bankaféhirðir og hitt fólkið leit á börnin. Það skildi ekkert i hvaða negrabörn þau voru að taia um. Gauti kom með skýring- una. Hann sagði við Niels: — Sjáðu til, í sunnudagaskólan- um er stundum maður, sem hefur verið kristniboði í Afríku. Hann safnar saman peningum, sem hann sendir þangað út. Við söfnurn pen- ingum handa honum til að senda. Það þarf svo mikla peninga til kristniboðsins. Þau þekkja nefni- BARNABLAÐIÐ 31

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.