Barnablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 19
Bréfaskipti. F.itirtaldir kaupendur Barnablaðs- ins liafa óskað eftir bréfaskiptuin. Sævar S. Bjarnason, Bjartfi, Skagaströiul, við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi. Elínborg Guðmundsdóttir, Lýtingsstööum, Lýtingsstaðahr., Skagafjarðarsýslu, við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Itagnheiður (iuðmundsdóttir, Innra-Hólmi, Innri-Akraneshr., Borgari'jarðarsýslu, við piit eða stúlku á aldrinum 11—14 ára. Mynd fyigi- Sesselja Guðmundsdóttir, Lambadal, Dýra- firði, við pilta og stúlkur á aldrinum 11—13 á ra. llulda Hcrmannsdóttir, Barnaheimilinu Sólheimum, Grímsnesi, Árnessýslu, við stúlk- ur á aldrinum 15—21 árs. Áhugamál er hjúkrun, sérstaklega barnahjúkrun. BABNABLAÐIÐ vill hvetja aðra lesendur sína til að sinna þessu og skrifa þeim, sem þannig óska eftir bréfaskiptum. Á þessu get- ið þið kynnzt börnum og unglingum í öðrum landshlutum og haft bæði gagn og gaman af. Svo eru hér að lokum nöfn tveggja danskra stúlkna, sem óska eftir bréfaskiptum við is- lenzkar stúlkur á aldrinum 10—11 ára. Skrifið þeim, þið, sem getið skrifað á dönsku. Astrid Beck Nr. Lind, pr. Herning, DANMARK Birthe Nielsen Slagelsesgade 11, Herning, DANMARK F ramhaldssagan. Margir skrifuðu Barnablaðinu og þökkuðu fyrir framhaldssöguna „Símon bráði '. Hann virtist verða góður kunningi lesendanna, enda var þetta bezti drengur, eins og við munum. Við vonum að „Börnin í Ólavík" verði ekki síður kærkomnir gestir á íslenzkum heimilum. Þetta eru góð og glöð börn, sem gaman er að fvlgjast með. Sagan er í senn spennandi og göfgandi. Hún er eftir kunnan, norskan barnabókar- höfund, Ada Vágö, í íslenzkri þýð- ingu Guðnýjar Sigurmundsdóttur. sem einnig þýddi söguna „Sírnon bráði'. Einn fremsti leiðtogi trúarlegs æskulýðsstarfs í Noregi, Fridtjof Valton, mælir eindregið með þess- ari sögu og birtum \ ið umsögn hans hér á eftir: Sagt um „Börnin i Ólavik“ Það er með mikilli gleði, sem ég mæli með innihaldi þessarar bókar. Hún er bæði trúarleg, andleg og spennandi, já, lifandi og skemmti- leg. Frískur, kristilegur hljómur gengur í gegn um alla söguna og gerir hana sérlega mikils virði fvrir börnin. Þessi saga hefur virkilega eitthvað að gefa fyrir sálina og það hefur mikið að segja, þegar um barnabók er að ræða. Guð b!vssi liana þegar hún fer út meðal barn- anna. Fridtjof Valton. BARNAIU.AÐID 39

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.