Sameiningin - 01.03.1887, Blaðsíða 8
—4
hinu mismunanda eðli foreldra þeirra. En þvi verSr föstu aS
halda, að guSleg náð getr öllum hjálpað, meS hversu ríkum
synda-tilhnegingum sem þeir eru fœddir, og aS ervginn getr
hólpinn orðiS án guðlegrar náðar, hversu gott hjartalag sem hon-
urn kann að vera meðskapað. Hinn ágætasti maSr Forngrikkja,
spekingrinn Sólcrates, var ekki sá maðr, sem hann var, af því
hið meSskapaða eðlisfar hans væri svo gott. Hann gekk sjálfr
út frá því, að hann væri mjög vondr maSr af náttúrunni, og
hefði náttúran þar veriS látin ráða, þá væri hann eflaust nú
annaShvort öllum mönnum gleymdr, hefði lifaS og dáið eins
og ómerkilegt lítilmenni, ellegar hann væri nú eins alrœmdr
um allan hinn menntaða heim fyrir fíflsku og ódyggSir, eins
og hann er nú heirnsfrægr fyrir vizku og dyggx. Námið varð
þar náttúrunni ríkara. Neró keisari Rómverja, eitthvert hið
grimmasta og hræöilegasta skrímsl í mannlegri mynd, sem mann-
kynssagan veit af, var engan veginn fœddr með þeim ósköp-
um, að verSa það, sem hann varð. Hann var svo góðhjartaör
aS eSlisfari, að hann gat ekki leitt þaS yfir sig aS rita með
eigin hendi undir hinn fyrsta dauðadóm, sem felldr var í hans
stjórnartíð. Námið varð náttúrunni ríkara einnig hér, en það
var nám í allt aðra átt en nám Sókratesar, enda gengu þeir
hvor um sig í gjörsamlega ólíkan skóla. það má breyta hinni
uieðfœddu mannsnáttúru hæði til ills og góðs. það má sá í
góðan jarðveg, og láta þar ekkert vaxa nema illgresi og eitr-
jurtir. það má sá í ófrjóan jarSveg, og láta heilsusamlega lífs-
ins ávexti þróast þar. Og þó að jarðvegrinn sé ekki annað en
holurð eða jafnvel harða herg, þá má með því að flytja þangað
þykkt lag af góðri gróðrarmold gjöra slíkan hlett að inndæl-
um aldingarði. Svona var á miðöldinni farið með eyna Malta
í MiðjarSarhafinu, sem upphaflega var varla annað en ber klöpp,
og síðan er hún einhver frjóasti, inndælasti og fjölbyggöasti
hlettr Norðrálfunnar. A sumum stöðum á ytírborði jarðarinnar
er með öllu regnlaust, og af sjálfu sér getr þar þá varla neitt
þróazt. En hvað er þá gjört til þess að fá þar gróðr upp úr
jörðinni fyrir menn og skepnur ? Menn veita vatni ofan úr há-
fjöllum, þar sem nóg rignir, oft langt í burtu, á slíka staði, og
hafa svo ríkulegt og blómlegt jurtalíf. Eins má breyta manns-
hjarta, sem að meðfœddu eðli er liart eins og hamraberg, hrjóst-
ugt eins og íslenzkr brunasandr, í blómlegan aldingarð. Erfða-