Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1887, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.03.1887, Blaðsíða 9
 spillitigin þarf hvorki að verða einstaklingunum eða heilum þjóðflokkum að bana. Hegning fyrir misgjörðir feðranna hætt- ir að koma niðr á börnunum, ef hjörtum þeirra er snúið til flrottíns. jiegar menn heyra, að gjölcl fyrir syndir foreldra eða forfeðra lendi á niðjunum, þá getr virzt sem viss hluti rnann- kynsins sé fœddr í illum álögum, og til þess sýnist þungt að hugsa. En vér verðum að taka heiminn eins og hann er, og hu gga oss við það, að allir eiga almáttugan endrlausnara, sem vill og getr komið hverju mannsbarni úr álögunum. En það vantarjnikið á, að allir sé vor á meðal komnir úr þessum svo kölluðu álögum. Margir foreldrar vita ekki af því, að þeir eru að leiða þessar illu álögur yfir börnin sín ineð hryggi- legu, heiinskulegu og ókristilegu uppeldi. Yarla mun almenn- ingi á yfir standandi tíð mistakast eins í nokkru eins og í upp- eldi barna sinna. Eigi að eins þeir, sem kallaðir eru vondit menn, fara hér öfugt að, heldr líka margir vænir menn, vel nietnir og samvizkusamir; enda er það lcunnugra en frá þurli að segja, hvernig börn ýmsra sannkallaðra ágætismanna hafa á liðnum tímum fyrir mistök í uppeldinu orðið að engu eða verra en engu. það ætti að vera slegið á viðkvæman streng í hjarta allra foreldra, þegar minnzt er framtíðarörlög bamanna þeirra, því út frá því verðr þó að gauga, að aliir elski börnin sín, enda þótt sumir hafi á þeim nokkurs konar apa-elsku. Og svo segj- um vér þá við alla foreldra: „þaö eruð þér, sem lang-mest er undir komið með tilliti til þess, hvað úr börnum yðar verðr. þér viljið að börnin yðar verði gæfumenn. það væri hin sár- asta tilhugsan fyrir yðr, ef þér vissuð það fyrir, að þau yrði ó- lánsmenn. Svo leggið þá grundvöllinn að gæfu þeirra með því að kenna þeim ekki annað í œslcuskóla þeirra, að svo miklu leyti sem þér stýrið honum, en guðs ótta og góða siðu“. Hér í landi, og sé'“staklega í bœjunum, er því einatt meðal vors fólks kennt um, þá er börnin gjörast óviðráðanleg, að sollrinn utanhúss sé svo mikkill. En ógæfan liggr mest í því, að börn- unum hefir ekki verið nógu snemma kennt að hlýða, eklci kennt það áðr en þau komust út í sollinn. Sumir sjá ekki náttúru- galla barnanna sinna, hœla þeim svo og svo mikið upp í eyrun, ef þau eru efnileg, láta þau tala eins og fullorðin væri, mæla eftir þeim, og aia með þessu hroka og sjálfsálit í huga þeirra. Og svo láta ýmsir foreldrar börnin sín beinlínis sjá til sín ýms-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.