Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1887, Side 14

Sameiningin - 01.03.1887, Side 14
—10— athugaSu : frelsarinn er öldungis eins og hann væri einn, einn af mönnum, í Getsemane, þó að þessir útvöldu vinir væri þarna hjá honum. þeir sofnuSu út af frá honum. þeir gátu ekki vakað eina stund meS honum. Vildu þeir ekki vaka ? Vildu þeir ekki vera honum til huggunar ? Jú, þeir vildu, en máttr- inn var enginn. „Andinn er reiðubúinn, en holdið er veikt“, segir Jesús. „Dvínar og dregst í hlé á dauðastundunni vinskapr, frændr, fé ; fallvalt hygg eg það sé. þó vildi vinirnir veita hjálp nokkra þér, vörn þeirra ónýt er, enginn dauðanum ver. Lífinu hjúkrar hönd, þá herðir sóttargrönd, hjáipa þó engin önd upp hugsuð ráðin vönd“ (Pass. 47). Og ef ástvinahjálpin ekki dugar í Getsemane, hví skyldi þá nokkuð annað af jarðneskum gœðum duga ? Hugsum oss auð- nianninn í sínu dauðastríði, eða mann, sem staðið hefir í hárri jarðneskri tignarstöðu, manninn, sem allir hafa beygt sig fyrir, spekinginn hálærða, sem safnað hefir sér óteljandi ijársjóðum frá fyrri og síðari öldum. Sál hans er nú hrygg ailt til dauöa. Hann heldr dauðahaldi í lífið, í heiminn. En hann finnr, að hann er að verða slitinn frá því öllu. Hvert lítr mannssálin líðandi, kvíðandi, áhyggjufull þá ? Vér vitum, hvert hin kristna sál lítr, og lofum guð fyrir, að hún má líta þangað sem hún lítr, af því þar er ljós, tindranda, bjart og blessað á miðri kol- dimmri dauðanótt. Hún lítr til hans, sem háði dauðastríöið fyrir alla líðandi, angistarfulla, deyjandi í Getsemane. Sá, sem nú einskisvirðir kristindóminn, hvert mun hann líta á þeirri stund ? Mun iiann ekki ósjálfrátt mpena þá til himins ? Ó, að geta þá líka á þeirri stund mœnt til himins í von og trú guðs barnanna. Fyrst sofnuðu hinir þrír útvöldu lærisveinar út frá Jesú í Getsemane. Seinna, eftir að Jesús er handtekinn, yfirgáfu allir lærisveinarnir hann og flýðu. Og enn harðnar: þá er

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.