Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1887, Síða 16

Sameiningin - 01.03.1887, Síða 16
12— En allir, hinir veikari og styrkari i trúnni, heyri ávarp Jesú til lærisveinanna í Getsemane: „YakiS“. Og svo sagði hann enn fremr : „Sá er í nánd, sem svíkr mig“.—Sá er í nánd, sem vill svíkja oss, og ein tæling hans er þessi: „DauSastríð- ið er svo langt í burtu“. I hvert skifti sem vér höfum lokið lofsöngum vorum, þá liggr leiðin til Getsemane. Menn festi þennan mikla sannleika í hjarta sínu á föstutíma þeim, sem nú er að líða. Lexíur fyrir sunnudagsskólann : annar ársfjórðungr 1887. 1. lexía, sd. 3. Apr.: Jósef seldr til Egyptalands (1. Mós. 37, 23-36) 2. lexía, sd. 10. Apr. : Jósef kemst til upphefðar (1. Mós. 41,38-48). 3. lexía, sd. 17. Apr.: Jósef lætr brœðr sína þekkja sig (1. Mós. 45, 1-15). 4. lexía, sd. 24. Apr.: Jósef og faðir hans(l. Mós. 47,1-12). Kvæði Stefáns Ólafsonar eru nú út komin í Kaupmanna- höfn frá hinu íslenzka Bókmenntafélagi. Fyrsta bindið kom út 1885, en hið síðara 1886. Jón þorkelsson, eirm hinna íslenzku bóknámsmanna við háskólann í Khöfn, heíir með fram úr skar- andi nákvæmni búið kvæði þessi undir prentan. En stór-mik- ið í þessu kvæðasafni er engan veginn þess vert, að því sé á lofti haldið, og Bókmenntafélagið ætti ekki að kasta fé sínu út til að láta tína saman annan eins þvætting, til þess ekki að segja annað verra, upp úr gömlum gleymdum skruddum, eins og sumt af því, sem hér er saman tínt eftir Stefán Ólafsson. þrír fjórðungar af þessu kvæðasafni mætti vafalaust um aldr og æfi liggja í gleymsku og dái. „Hver á þá að velja það úr ritum slíkra liðinna höfunda, sem vert er á lofti að halda ? “ mun verða spurt. Svar : Til þess þarf eiginlega ekki annað en heilbrigða skynsemi og dálítinn skerf af fegrðartilfinning. það er eftirtektavert, að þar sem hver einasta lausavísa, sem með mestu fyrirhöfn hefir verið unnt upp að grafa, eftir Stefán Ólafsson, er sett í safn þetta, þá er látið nœgja að gefa að eins upptalning s á 1 m a þeirra, þýddra eða frumsaminna, sem eft- ir hann eru eða honum eignaðir, hvort sem þeir hafa áðr verið

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.