Sameiningin - 01.03.1887, Page 18
■14—
andann til að frœöa, ekki hefir né hirðir að hafa heilbrigða
skynsemi. Bæði þing og þjóð œpir: ,Vér viljmri hafa marga
presta, því það er nauðsynlegt til uppfrœðingar ungdómsins'.
Segi þeir heldr eins og er : ,]>aö er nauðsynlegt vegna prestsetr-
anna, kirkjujarðanna og kúgildanna, vegna hraðans með barna-
skírnina, vegna fóðrlambanna, svo ekki þurfi að reka þau langt,
og vegna tólgarmolanna, sem prestunum þarf að foera í ljóstoll-
inn‘. það er óhætt um það, að vér Islendingar höfum auga fyrir
því verulega í lífinu. Hvernig væri sú hugsan að fækka prest-
um, en fjölga sannmenntuðum og sjálfstœðum alþýðumönnum ?
Með því myndum vér sjálfsagt fá betri presta og alþýðu“.—I
næsta blaði „Fjallk.“ svarar biskup landsins, hr. Pétr Pétrsson,
upp á þessi urnmæli með því fastlega að mótmæla því að nokkur
prestr á Islandi, og hvað þá einn merkasti prestr landsins hafi
haft þau og—segir hann—„þannig vilja óvirða sig og stétt
sína og smána vora kristilegu þjóðkirkju, og þessum mótmæl-
um held eg fastlega fram meðan bréfritarinn ekki segir til nafns
síns, eða útgefandi „Fjallkonunnar“ nafngreinir hann, sem seint
mun verða, því það liggr nærri að halda að presti sé eignað
bréfið til að gjöra ummælin því áheyrilegri og áhrifameiri".—
Svo kemr ritstjórinn með þá athugasemd við þessi mótmæli
biskupsins, að það sé víst bezt, að sleppa því algjörlega, hver
höfundr rnuni vera bréfkaflans, segir svo, að það hafi alls ekki
verið í illum tilgangi, að bréfkaflinn hafi tekinn verið í blaðið,
heldr til að sýna einu sinni þá skoðan, er eklci rnuni vera óal-
menn í kirkjunni og enda bregði fyrir hjá prestunum sjálfum;
það gagni ekki að breiða yfir slíkar skoðanir, þær ryðji sér þá
til rúrns í kyrrþey, og sé þá enn hættara við að stefnt verði í
ranga átt.
]>aö er auðsætt að ritstjóri „Fjallk.“ er kominn í vandræði.
Hann vill ekki eða þorir ekki að nafngreina höfund bréfkafl-
ans, því hann sér, að það gæti dreg'ð dilk eftir sig. Ekki þyrð-
um vér þó með biskupinum að fortaka, að einhver prestr á Is-
landi hafi ritað það,er hér er urn að rœða, en orðin verða ómerk
sem rödd úr kirkjunni, ef enginn þorir við þau að standa, og
þau styðja alls ekki þann málstað, sem ætlazt er til þau styðji.
])au sanna öllu fremr annað, sem „Fjallkonan" hefir sýnt frarn á
að ætti sér stað : það að drengskaprinn væri á þessum tíma að
dvína hjá þjóð vorri. ]>að getr fullkomlega sameinazt sönnum