Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1887, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.03.1887, Blaðsíða 20
—16— —Embættispróf í guðfroeði tók Friörik Jónsson við prestaskólann í Reykjavík rétt fyrir jólin. —Kandidat Skuli Skúlason út nefndr til að vera prestr í Odda á Rangárvöllum. —Samkv. konunglegri tilskipun út af Jingsályktan frá í hitt ið fyrra er nú kon- um á Islandi heimilt að ganga undir stúdentspróf við latínuskólann í Rvík, og að þvi búnu njóta kennslunnar í prestaskólanum og læknaskólanum J>ar, en J)ó ekki ganga undir burtfararpróf prestaskólans, heldr undir sérstakt guðfrœðispróf, og ekki heldr fá embætti eða prédika í ríkiskirkjunni. —Good 7V/»y>&)'-bindindisfélagið á Islandi er farið að gefa út blað, sem nefnist „Islenzki Good TemplarSamkvæmt Jví, er það blað segir, voru 893 menn á Islandi í J>ví félagi við Agústmánaðar byrjan síðastl. sumar, og af þeim 432 i Reykjavík. —Á komanda sumri eru 50 ár liðin síðan Victoria drottning settist að völdum í hinu mikla brezka riki, og er búizt við miklum hátíðahöldum víðsvegar um lönd Breta í sumar út af því atviki. Og hin brezku kristniboðsfélög hafa á- kveðið, að halda sérstalcar júbílhátiðir í sambandi við þessi hátíðarhöld út af50 ára stjórn drottningarinnar, til að minnast þess árangrs, sem starfsemi þeirra hefir leitt til á þessu tímabili. Árið 1837 var vígðr til kristins kennimanns fyr ver- andi i?/-<m«-trúarmaðr, og hafði slíkt aldrei áðr komið fyrir. Enda var lengi sagt, að fyr en tíð kraftaverkanna væri aftr komin i sama skilningi og áðr var, væri óhugsanlegt, að nokkur 2?ra/»<z-trúarmaðr snerist til kristni. Kristniboðsfé- lögunum brezku, er vinna meðal heiðingja, hefir á síðustu 50 árum fjölgað frá 25 til 100, og tala þeirra, er snúizt hafa til kristni fyrir starfsemi þeirra, frá 50 þúsundum til 3 milióna. /®"Skýrsla um 2. ársfund kirkjufélags vors, sem haldinn var á Garðar í Dakota 30. Júní til 2. Júlí síðastl., er til sölu hjá öllum ársfundarfulltrúum víðsvegar um söfnuði félagsins, svo og hjá útgáfunefnd „Sam. “ í Winnipeg, fyrir io cents. SST Um leið og einhver kaupandi blaðs þessa skiftir um bústað, þá gjöri hann svo vel, að senda útgáfunefndinni línu um hina breyttu utanáskrift til hans, svo blað hans verði sent þangað sem það á að fara. a3"Ef einhver kaupandi „Sam.“ í Winnipeg eða annars staðar, sem á að fá blað sitt beinlínis frá útgáfunefndinni, fær ekki blað sitt, þá gjöri hann svo vel, að láta einhvern nefndarmanna vita það sem fyrst. En þeir, sem blöð sín eiga að fá frá einhverjum umboðsmanni vorum í hinum fslenzku byggðarlögum nyrðra eða syðra, snúi sér í þessu efni til hans, sem svo lætr oss aftr brátt vita, e* eitthvað er vansent eða missent, og verðr þá hið fyrsta úr því bœtt of oss. “SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð I Vestrheim; $1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins: 190 Jemima Str., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd : Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.) Friðjón Friðriksson, Páll S. Bardal (féhirðir), Magnús Pálsson. Prentað hjáMcIntyre Bros., Winnipeg,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.