Sameiningin - 01.04.1887, Blaðsíða 8
•24—
með líkamlegum augum eða skynjað með náttúrlegu hyggjuviti.
Yér vildum því öllu heldr, ef oss væri unnt, hjálpa til að velta
vantrúarbjarginu með tilliti til upprisu Jesú Krists af þeim, sem
undir því liggja. I því skyni segjurn vér það, er nú kemr:
Getr þú ímyndað þér, að frásagan um Jesú Krist hafi verið
tómr heilaspuni úr postulum hans ? Ef svo er, hvað gat þá kom-
ið þeim til að búa þá sögu til ? Annaðhvort hljóta þair, hefði
svo verið, að hafa verið sjálíir svo blindaðir og svo hörmulega
á tálar dregnir, að þeir trúðu því, sem aldrei hafði við borið,
ellegar þeir hafa ætlað sér að draga aðra á tálar, hafa talið öðr-
um trú um það, er þeir vissu að voru helber ósannindi. Athug-
um hið fyrra: Eru nokkrar minnstu líkur fyrir því að þeir
hefði getað blindazt þannig eða öllu heldr séð svo stórkostleg*
ar ofsjónir ? Voru þeir svo fúsir til að trúa því fyrst að Jesús
væri upp risinn ? Voru þeir ekki þvert á móti nærri því ófáan-
legir til þess ? Hné ekki öll þeirra trú á Messíasartign Jesú
gjörsamlega til jarðar með krossfesting hans og dauða ? Hefði
þeir búizt við því að Jesús myndi upp rísa frá dauðum, þá var
hugsanlegt, að þeir hefði eftir á látið villast inn á þá trú að
hann væri upp risinn, þó að líkami hans lægi enn í gröfinni. En
því fer fjarri að svo væri. Hvað þýddi það, að konurnar, sem
staðið höfðu við kross Jesú meðan hann beið þar dauða síns,
flýta sér út að gröfinni, að sabbatshelginni afstaöinni, um sól-
aruppkomu hinn fyrsta dag vikunnar, til að smyrja lík hans ?
Bendir það á að þær hafi haft hugboð um það að hann ætti upp
að rísa ? Og þegar boðskapr kvennanna kemr til lærisveinanna
um það að hann væri upp risinn, fannst þeim það þá líklegt ?
Vildu þeir trúa? Nei, þvert á móti: þeir héldu, að þetta
væri hégómi, og trúðu þeim ekki. þeir tveir lærisveinar, sem
þennan sama dag voru á gangi milli Jerúsalem og Emmaus og
sem hinn óþekkti maðr slóst í förina með, hvernig tala þeir ?
Fannst þeim nokkur meiri íjarstæða til en að trúa á upprisu
Jesú ? „Vér hugsuðum", segja þeir, „að hann myndi vera sá,
sem frelsa ætti Israel"; en með dauða Jesú hættu þeir að hugsa
svo. Og þó höfðu þessir sömu lærisveinar áðr en þeir lögðu á
stað í göngu þessa heyrt vitnisburð kvennanna, að því er þeir
sjálfir segja, sem þær komu með frá hinni opnuðu gröf Jesú, um
það að englar hefði sagt þeim að Jesús væri lifandi, og enn fremr
vitað um það, að nokkrir af lærisveinum þeirra höfðu síðar far-