Sameiningin - 01.04.1887, Blaðsíða 6
22—
hlýtr að ganga, svo í andlegu tilliti, að hann hafi viljaþrek til
að standast freistingarnar og geti svo út úr þeim gengið ekki
einungis óskaddaðr í andlegu, siðferðislegu, tilliti, heldr og sem
betri og fullkomnari maðr en áðr. „Ekki bið eg“,—segir Jesris
í bœninni fyrir lærisveinum sínum, þeim, er þá voru, og þeim, er
framvegis verða myndi, áðr en hann gekk út í píslir sínai-—,
„að þú takir þá úr heiminum, heldr að þú verndir þá fyrir illu“.
Og rétt á eftir segir hann : „Helga þú þá í þínum sannleika,
þitt orð er sannleikr“ (Jóh. 17, 15. 17). Hann vissi, að hann
hlaut að skilja við þá á freistingarstöðvunum, og hugsan lians
var, að þeir skyldi verða öðrum til hjálpar, lífs og blessunar
á sömu stöðvum. Og þá er að eins að biðja um, að þeir hafi í
sér mátt til þess að geta sigri hrósandi gengið út úr þeim
freistingum, er fyrir framan voru á veginum. Með hverju móti
má þetta verða ? Með því að þeir sé helgaðir í hinum guð-
lega sannleika, og guðs orð er sá sannleikr, segir Jesús. Svo
hér erum vér þá komnir að því, sem getr tryggt ungt og ó-
reynt fólk vort fyrir þeim andlegu hættum, sem það hlýtr að
mœta hér í hinu ameríkanska mannlífi, eins og reyndar alla
fyrir hverjum freistingum sein er, hvar sem þeir eru staddir í
heiminum. Guðs orð, komið inn í hjartað og orðið þar að ráð-
anda lífsafli, það er hin eina óyggjandi trygging fyrir því að
einstaklingar og heilir mannflokkar fái bjargazt í andlegu til-
liti, fái gengiö þurrum fótum yfir haf spillingarinnar og ekki
sokkið. Kristindómrinn ei vor eina framtíðarvon í þessu landi.
(Framhald og niðrlag í næsta blaði).
—-------*- •—.......——*-----»»>
„Ef Kristr er ekki upp risinn, þá er vor kenning ónýt og
trú yðar líka ónýt“, segir Páll postuli (1. Kor. 15, 14). Og það
er ekki sérstaklega álit Páls postula þetta. Allir höfundar nýja
testamentisins ganga út frá hinu sama. Hin fullkomna vissa
um það að Jesús Kristr hefði risið upp frá dauðum, og þar með
ómótmælanlega birt guðdóm sinn,—það er þessi vissa, sem fyllti
brjóst postulanna, þá er þeir gengu út um heitninn, borg úr
borg og land úr landi til Gyðinga og heiðingja með hinn endr-
leysanda, friðanda og hugganda boðskap kristindómsins. það
var hið mikla óskiljanlega andlega afl, sem trúin á guðdóm hins
krossfesta Jesú frá Nazaret, alsönnuð með upprisu hans frá