Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1888, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.06.1888, Blaðsíða 3
51 deild, fyndi lijá sér sérstaklega livöt til þess að halda kristniboði uppi á meSal Islendinga, og aS taka upp á því emmitt eftir aS vitanlegt var, aS ný-búiS var aS koma hér upp kirkju af Islendingum sjálfum, aS guSs orSi var hér fyrir þeirra eigin tilstilli jafnt og þétt haldiS á lofti, aS aS hinn lúterski söfnuðr Islendinga hér hefir í nokkur ar átt sinn eigin sunnudagsskóla, sem allt af heíir verið aS siná-þroskast og sem kappkostað er aS safna á öllum íslenzkum unglingum á þessum stöSvum, aS íslenzkir söfn- uðir eru allt af smásaman aS myndast víðsvegar um landiS, þar sem hópar af Islendingum eru niðr komnir, og loksins þaS, að síðan í Janúarmánuði 1885 hefir til verið evangeliskt lúterskt kirkjufélag fyrir hina íslenzku söfnuSi 1 Bandaríkjuin og Canada, sem hefir sett sér þaS mark og mið og líka eptir mætti unniS aS því, aS út breiða sann- an og lifanda kristindóm meSal fólks þjóðar vorrar í þess- ari heiinsálfu. Hví þá að fara aS stofna til presbyteríansks kristniboSs meSal Islendinga? það virSist eigi unnt að leysa. þá ráSgátu með öðru en því, sem greinin til fœrða ur Bandaríkja-blaSinu bendir til. Hinni ameríkönsku agcnts- náttúru hjá presbyteríönsku kirkjunni hér þykir svo dœma- laust gott bragS aS þeim aíia, sem fæst í lúterskri veiði- stöS, aS hún getr ekki stillt sig um, að leggja hér net SJtt út á meðal Islendinga. Hún veit það náttúrlega, pres- hyteríanska kirkjustjórnin, eSa þeir menn í henni, sein gangast fyrir þessu svo kallaSa kristniboði, aS verSi þessu fyrirtœlíi nokkuS ágengt, þá hlýtr þaS að verSa til þess, aS veikja mátt Islendinga hér til þess aS halda uppi sinni eigin kirkju. það getur engum dulizt, að vor þjóSflokkr getr meira gjört guðs rílci til eflingar í þessu landi samein- aðr heldr en sundr slitinn. Og það gæti fariS svo, þótt ver vonum og óskum og biSjum, aS þaS verSi eklci, að efnaskortr þrengdi svo að þeim, sem eftir yrSi, eftir að b'úið væri aS ffoo-o-a svo eSa svo marga af flokki vorum 11111 í ólúterska kirkjuflokka, aS þeim yrði eigi unnt aS láta hina lútersku kirkju sína lifa hér, aS þeir neyddist fil aS láta sitt eigiS kirkjulega heimili niðr falla og fólk vort þannig komast á andlegan vergang. Frá sjónarmiði

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.