Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1888, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.06.1888, Blaðsíða 6
menn svo skapi farnir, að þegar þeim gengr illa aS aíla, og jafnvel stundum þó að þeir fái ríkulega veiði, þá lauin- ast þeir í annarra manna net, sem eru í sömu veiðistööinni og þeirra eigin, og taka til sín úr þeim svo mikið af þeim afla, er þar verör fyrir þeim, sem þeir geta eða þora. Með því nuiti má þó æfinlega fá l>ýsna viðunanlegan atla, og slík veiðiaðferð lcostai' svo litla fyrirhöfn. það þarf naum- ast, eins og á stendr fyrir Islendingum í þessu landi, að vara kirkjulýð vorn við að beita þessari veiðiaðferð; það er engin hretta fyrir því að starfsmenn kirkju vorrar freistist tilað draga fólk til heyrandi evangéliskum eða öðrurn kirkjudeildum hér út úr þeirra kirkju og inn í sína. En við hinu þarf að vara Islendinga, ókunnuga eins og þeir eðlilega eru svo mörgu í mannlífinu hér eftir að þeir eru ný-komnir hingað að heiman, að láta ekki veiða sig inn í þá eða þá ameríkanska og ólúterska kirkjudeild, burt frá sinni eigin kirkju, sínum eigin barnalærdómi, feðratrúnni, sein þeir með hátíðlegu lof- orði við ferminguna hétu að varðveita samvizkusamlega til æfiloka. það er auðvitað, að snúist einhverjum svo hugr af þeim, sein á ungum aldri hefir fennzt inn í lútersku kirkj- una, að samvizka hans eftir vandlega gjörða rannsókn knýi hann til að segja skilið við kirkju sína, þá er það skylda hans að fara burt. En þegjandi ætti hann að minnsta kosti aldrei að gjöra það. Hann ætti að hafa þá virðing fyrir sjálfum sér og sinni kirkju, sem verið hefir að undan förnu, að gjöra opinberlega grein fyrir því, hvers vegna hann sér sig neyddan til að fara. Vér tökuin þetta frain nú fyrir þá sök, að búast má við eftir því, sem nú er að koina fram við oss af hálfu presbyteríönsku kirkjunnar í þessum bœ, að farið verði af þeirri eða einhverri annarri líkt hugsandi hér- lendri kirkjudeild að reyna til að ná íslendingum út úr hin- um kirkjulega hópi vorum víðsvegar um landið jafnóðum og vinna vor fyrir uppbygging hinnar lútersku kirkju vorrar verðr þeim áþreifanleg. Nú, það mætti segja, að presbyteríanska kirkjan hér hafi ekki hlaupið upp til handa og fóta meö að stofna kristni- boð meðal íslendinga einmitt nú f y r i r þ á s ö k, að hún sá, að nú var lútersk kirlcja loksins komin upp fyrir Is-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.