Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1888, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.06.1888, Blaðsíða 12
■60 fyrir því, aS þeir sé undir það búnir, að eiga heima í þeim félagsskap? Og þessar skorður við inntöku manna í söfn- uðina þýða auðvitað ekki heldr það, að úti-loka svo eða svo marga af fólki voru, alla þá, sem enn stœði utan safn- aðanna, frá náðarmeðulum kristindómsins. þyert á inóti ætlumst vér til, að þau verði, eins og verið hefir að und- an förnu, veitt jafnt þeim, sem utan safnaðanna eru, og hinum, er í þeim standa, að svo miklu leyti sem hinir fyr nefndu vilja þau þiggja. Og því fúsari sem þeir reyn- ast til að þiggja þau, því auðveldara verðr líka að fá þá til að ganga í söfnuðinn með lifandi sannfœring fyrir því málefni, sem þar á að vera lifað og barizt fyrir. En vér hverfum aftr til ungmenna þeirra, sem fermd eru hér í söfnuðum vorum. Aðal-framtíðarvonin fyrir kirkjulíf vort hér er við þessi unginenni bundin. þau hljóta að verða hinn eiginlegi lífsstofn safnaða vorra, sem vér ættum enn þá ineira uin að hugsa heldr en alla aðrá viðbót við tölu safnaðarlima vorra. Og því leggjum vér nú, að ný-afstaðinni ferming í hinum ýmsu söfnuðum, öllum iviistilega hugsandi kirkjulimum það alvarlega á hjarta, að hlynna að því, eftir því sem frekast er unnt, að ungmenn- in, sem fermd eru, haldist föst í kirkju vorri, sœki rœki- lega sunnudagsskóla þeirra safnaða, er þau til heyra, að svo miklu leyti sem þeir enn eru til, taki reglulega þátt í opinberum guðsþjónustum safnaða sinna, iðki lestr guðs orða, haldi sér í heimi bœnarinnar. Foreldrar og aðstand- eudr hinna fermdu ungmenna hugsi uin þetta sökum gæfu þessara sinna nákomnu ungu sálna. En allir aðrir líka, sem bera velferð kirkju vorrar fyrir brjósti, liugsi um það sök- um framtíðarvelferðar vors veika 02: brothætta safnaðalífs. — „Elskar 'þú mig?“ spyr Jesús hvern fullorðinn lærisvein sinn í kirkju vorri nú eins og Pétr forðuin. Ef jni svar- ar með orðum Pétrs: „Já, herra, þú veizt, að eg elska þig“, þá eru líka þessi orð Jesú til Pétrs stýluð til þín: „Gæt þú lamba minna“ (Jóh. 21, 15). þér, hinir fullorðnu limir safnaða vorra, gleymið ekki fermingarungmennunum; gætið lambanna drottins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.