Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1890, Side 4

Sameiningin - 01.02.1890, Side 4
—19(3— einsog víðasthvar hafa í öSi'um ríkiskirkjulöndum mynd- azt; því að hvort sem stefna þeirra aefir veriö í nákvæmri samhljóöan viö heilaga ritning eða ekki, hafa þeir ávallt gefið hinni ríkjandi kirkju hvöt til þess að halda sér vak- andi. Einsog vonlegt er botnar almenningr á Islandi enn næsta lítið í því, þegar öðruhverju í seinni tíð þar heima er verið að minnast á aðskilnað rtkis og kirkju. En á hinn bóginn er það víst, að tueðal þeirra, sem ’nelzt hugsa um vel- ferðarmál þjóöarinnar, eru þeir langtum fieiri nú en fyrir svo sem einutti ái-atugi, sem trúa því, að íslenzka kirkjufyrir- komulagið sé fjarri hugsjón kristindómsins og dugi ekki fyrir framtíðina. Og þessir menn halda því eðliiega fram, að það þýði ekkert að vera að senda alþingi bœnarskrár í þá átt að breyta því eða því smáatriði í hinni kirkjulegu löggjöf. því þó að slíkar breytingatillögur frá þinginu næði konunglegri staðfesting, yrði það ekki annað en að leggja nýjar bœtr á gamalt, útslitið, ónýtt fat. Ailt löggjafarkák kirkjunui ís- lenzku til umbótar sé þýðingarlaust svo lengi sent hiin er bundin á kiafa ríkisstjórnarinnar. þetta fannst mér liggja efst í mörgum vitrustu vinurn kristindómsins þar heima. En þó að engin kirkjuleg hreiíing bærði á sér á þessu síðasta þingi, þá var þó greinileg kirkjuleg hreifing í Reykjavík um þessar mundir. Sú hreifing var út af veit- ing dómkirkjuprestakallsins — eða dómkirkju-„brauðsins‘- eins og það lieitir á tnngumáli ríkiskirkjunnar íslenzku. það prestakall losnaði, einsog kunnugt er, við það að séra Hallgrímr Sveinsson var gjörðr biskup. Prestskosn- ingarlögin nýju, sem eftir varð að fara við veitinguna, urðu til þess, að Reykvíkingar hafa nú fengið annan prest en þeir eflaust hefði fengið, hefði þau ekki verið til. Séra Sigurðr Stefánsson, alþingistnaðrinn, setn áðr er nefndr, var fyrst kosinn; en þegar hann svo sagði af sér, varð að stofna til nýrrar kosningar, og þá varð séra Jóhann þorkelsson íýrir kosning. það hljóp heilmikill hiti í inenn meðan þessar kosningar voru í undirbúningi. Alþýða vildi með engu móti hafa þann mann fyrir prest, sein hún ímyndaði sér að landshöfðingi og biskup hefði fyrirhugað söfnuðinum. þeim, sem leiddu flokk alþýðu, var borið á

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.