Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1890, Síða 7

Sameiningin - 01.02.1890, Síða 7
—199— tindarnir voru hvítir e'oa gráir af nýföllnum snj<5. Nátt- úran var eyöileg og ömrlega kuldaleg. Mér Jxítti vænt um landiS og sérstaklega þetta pláz og allt þess nágrenni, austrlandið, en það var einsog einhver rödd hrópaði í mínum innia manni: „Nei, hér get eg nú ekki lengr átt heima. Eg get ekki annað en unnað þessari byggð og þessuin héruöum, en nú er al-slitinn strengrinn, sem eitt sinn batt mig hér fastan." Svo sté eg í land, og einliver fyrsta fregnin, sem eg fékk, var um lát föður míns. Eg frétti, að hann hefði andazt 3. Agúst — daginn fyrsta et'tir að eg var kominn út- úr Belle Isle sundi og út á Atlanz- haf. Eg hafði fremr búizt við því, að eg myndi enn sjá hann á lííi, en það átti eigi svo að fara. Hann var mörg ár búinn að stríða viö þungbæran og seigpínanda sjúkdóm, og nú gat eg lofað guð fyrir lausn hans. Hann á einn sálm í „Sam.“ (3. árg., 3 nr.), sem byrjar svona: „Yertn hjá mér, herra minn“, út af bœn hinna tveggja lærisveina á leið þeirra með Jesú til Einmaus, sem ber þess vott, hvernig hann hugsaði í sínu stríði. Séra Bjarni Sveinsson, faðir inirm, haföi hugsað mikið og lesiö mikið um dagana, Hann kenndi mér vel undir skóla, og að svo miklu leyti sem eg hefi ofr-lítið komizt inn í anda hinna klassisku bókrnennta Rómverja og Grikkja, þá á eg honum það lang- niest að þakka. Eg er viss um, að enginn Islendingr á síðasta mannsaldri hefir eins þaullesið rit Platons einsog hann. Og í elli sinni Ias hann aöra eins rithöfunda eins- og Gibbon og Thiers á f'rumtungunum. Hann hafði megna ótrú á íslenzku nútíðar-pólitíkinni og hinni ráðandi mennta- stefnu nútíðarinnar á Islandi. þar á móti trúði hann því, að vestrfararhreiíingin myndi verða þjóðinni til góðs, og var löngu áðr en hinar eiginlegu vestrfarir fólks vors hófust farinn að hugsa um það mál. Hann var síðast prestr að Stafafelli í Lóni og andaðist í Volaseli í sömu sveit hjá Sveini bróður mínum. I Seyðisfirði dvöldum við ekki nema einn dag í þetta skif'ti. Idéldum á næsta degi landveg til Eskifjarðar, og þaðan degi síðar inn að Kollaleiru við botn Reyðarfjarðar til séra Lárusar Iialldórssonar, eina prestsins á Islandi, sem,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.