Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1890, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.02.1890, Blaðsíða 12
204— í GrímsstaSi. Að morgni hins 27. átti að leggja upp á é DimmafjallgarS til Yopnafjarðar, en þá var dimmr og harðr snjóhylr, svo taliS var ófœrt meS öllu aS leggja á fjalliS. A5 bíða eftir uppstyttu þótti eigi ráðlegt, því aS eins líklegt var einsog nokkuS annað, að eigi slota'Öi veðr- > inu fyr en allt væri orðið ófœrt. Svo við réðum af, að halda í óveðrinu til Möðrudals í samfylgd með bóndanum þar, sem svo veitti okkr beztu gisting nóttina á eftir. 1 Möðrudal er ofrlítil torfkirkja, sem víst er sjaldan not- uð til guðsþjónustu, enda liggja nú ekki nema 2 eða 3 bœir að þeirri kirlcju. það er meira en eyðilegt að búa á slíkum stað, þarna uppi á reginijöllum, og þó er eitt- hvaS veglcgt og upplyftanda þar við náttúruna, Næsta daginn var farið út eftir fjalla-flatneskjunni þar norðaustr af, út úr snjóbeltinu mikla, sem áfellið hafði myndað, og niðr í Jökuldalinri, er heilsaði upp á okkr marauður og með mildum haustsvip í kvöldsólinni. A Jökuldal eru betr húsaðir bœir en í flestum sveitum á landinu, enda efna- hagr bœnda með bezta rnóti, en fyrir kirkjunni í Jics.su blómlega byggðarlagi stendr séra Stefán Halldórsson. Yið duttum ofan í fjölmennt brúðkaupssamkvæmi á Skjöldólfs- stöðum, Jiegar við komum ofan af fjallinu, fengum hjart- anlegar viðtökur og gistum þar um nóttina. A leiðinni næsta dag út í Hallfreðarstaði, sem var sunnudagr, guðs- þjónustulaus þar í dalnum, var sami svipr á náttúrunni einsog á inndælum haustdegi hér í landi, þegar hið svo kallaöa Indíana-sumar er komið. það minnir mig á það, hversu ólík skoðan ferðamannsins vill verða á því eða því plázi, eftir því hvort hann fer yfir það í góðu eða illu veðri, og þá um leið á það, hve ólíka skoðan sá eða sá er hnegðr til að hafa á mannlífinu yfir höfuð eftir því, hvernig ástatt er í hans eigin sálu. Og Jæss vegua geta jafnvel samvizkusamir dómar orðið svo óáreiðanlegir. Eg nefndi einn guðsþjónustulausan sunnudag þarna á ferð minni, en eg get boett því við, að í noröaustr-héruömn íslands var víst undr-lítið um guðsþjónustur um þetta leyti. Eg hefi það fyrir satt, að minna sé yfir höfuð um kírkju- göngu í þessum fjórðungi Islands heldr en í nolckrum I L

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.