Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1890, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.02.1890, Qupperneq 13
■205— öSrum, og svo boettist þar ofan á þaö, að um þetta leyti voru liinir svo kölluðu „gangna-sunnudagar“; fjármarkaðir voru þá haldnir um allar sveitir og lengst af megnasta ó- tíö. Frá Hallfreðarstöðum lá leið okkar enn eftir Hér- aðinu, um Egilsstaöi, Yallanes og þingmúla og aftr til Reyöarfjaröar yíir þórudalsheiði, og komum við ekki að Kollaleiru fyr en 3. Okt., því við töfðum þar nokkuð of- an-íjalls hjá kunningjum og frændfólki. I þingmúla ólst eg upp níu árin næstu áðr en eg fór í skóla, svo þær stöðvar lít eg á með talsvert öðrum augum en fólk flest. Eg sé enn einsog mannsandlit þar íraman í múlanum fyr- ir ofan bœinn, einsog eg gjörði þegar eg var barn, og það sæi eg naumast nú, hefði eg ekki uppalizt þar. Og einsog eg tók einhverntíma fram í lausarœðu hér vestra, minnir þetta mig ávallt á þann merkilega sannleik, að það sjáum vér lengst og bezt og skýrast, sem vér feng- um tœkifœri til að festa auga vort á meðan vér enn vor- um á barnsaldri. Og verðr þetta aftr og aftr að lexíu fyrir mig hér vestra fjarri œskustöðvum mínum um það, hve mikið á því ríðr, að œskulýðr vor hér fái tœkifœri til að festa augu sín á því, sem bezt er og ágætast í hinum þjóðernislega arfi vorum, svo framarlega sem ágæti hans á ekki að verða ósýnilegt fólkinu, þegar það er full- orðið, og einsog það, er enginn vill við líta. Aldrei hefði eg t. a. m. fundið annað eins ágæti í passíusálmum Hallgríms Pétrssonar einsog eg gjöri, hefði eg ekki fengið svo gott fœri á að verða kunnugr þessurn gimstcini í ijóðasafni hinnar lútersku kirkju vorrar meðan eg var lítill drengr. Og þá liggr fyrir oss á reiðuin höndum svar upp á þá spurning, hvernig vér útfluttir Islendingar fáum varizt því, að þjóðflokkr vor hverfi hér í þjóðlífinu einsog dropi í sjóinn. Oss tekst sú vörn með því móti, að þeir í hópi vorum, sem með opnum augum hafa hingað komið frá Islandi, allir þeir, er kunna að meta það gott, sem áfast er við þjóðerni vort, leggist á citt meö aö láta börnin sín, eða hina uppvaxandi kynslóð vora, sjá það, sem þeir sáu og sjá enn bezt í hinum andlega arfi sínum frá /slandi. Eg komst í þcnnan útúrdúr út af mínuin helztu œsku-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.