Sameiningin - 01.02.1890, Blaðsíða 16
—208—
heirasríki beint í því slcyni, aö hafa þau fyrir svipu á
þjóö sína, er nú orðin var aö ættlera.
A slíkum tíma var það enginn hœgðarleikr að halda
fastri trúnni á það, að í Jsrael skyldi allar þjóðir jarðar-
innar hlessast. Engu að síðr er það þó einmitt meðan
svona stóð á, að Messíasartrúin kemst á sitt hæsta stig, —
svo að hinir vantrúuðu biblíuþýðendr jafnvel geta haldið
því fram, að þá hafi hún fyrst orðið til.
því að á þessu tímabili, meðan svona var ástatt í Is-
rael, og meðan veldi hinna miklu heiinsríkja stóð sem hæst,
var það, að þeir spámenn störfuðu, sem oss hafa eftir sig
látið rit til vitnisburðar um framkvæmdir sínar. Og á þeim
tima, þá er ísrael sem þjóðarheild missti meira og meira
sjónar á hinu háleita hlutverki sínu, birtist þetta sama
hlutverlc í allri sinni dýrð fyrir augum hinna einstöku
guðinnblásnu manna hennar og brann því ákafar í sálum
þeirra.
Til þess ekki að komast út í of miklar málalengingar
skal esc hér að aðalefninu til snúa mér aðeins að einum
þessara manna, Esajasi, hinum mesta allra þeirra spámanna,
sem rit hafa eftir sig látið.
Israels-þjóð var hnigin langt niðr af þeirri andans
hæð, er hún einu sinni stóð á. Silfr hennar er orðið að
málmsora. Höfðingjar hennar eru orðnir Sódómuhöfðingjar
og samlaga sig þjófum. Höfuðborg ísraels, sem einu sinni
var svo trú í ást sinni til Jehóva, er orðin að skœkju.
Og enda þótt Jehóva hafi þegar látið slag eftir slag ríða
yíir þjóðina, svo að þjóðlíkaminn flakir nú allr í sárurn,
þá hetír ísrael þó eigi skeytt því, heldr aðeins hlaðið
synd á synd ofan. Guð kallar þjóðina til aftrhvarfs með
hinni viðkvæmustu ást. Syndir liennar, sem voru rauðar
sem skarlat, skulu verða hvítar einsog snjór, svo framar-
lega sem liún fæst til þess að taka sinnaskifti og læra þá
íþrótt, að gjöra gott í stað þess að gjöra illt. En vilji
þjóðin elclci sjá að sér, þá skal hún tortýncist. Jehóva skal
engin vandræði verða úr því, að skilja frá allan sorann og
málmblendinginn úr þjóð sinni, ef að því kemr, að hann neyð-
ist til að taka til sárustu refsingar sinnar. því liann ætl-