Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1890, Page 21

Sameiningin - 01.02.1890, Page 21
—213— hér hjá Messíasi er Jieirri nýung bœtt viö, að þaS, að hinn réttláti þjónn Jehóva verðr þjáningarnar aS þola einsog þolinmótt laxnb, er eigi fyrst og fremst honunx sjálfurn. t' fullkoinnunar, heldr öilu fremr fyrir syndir fóllcsins. Og sál hans ber fram þá syndafórn, sem útheimtist fólkinu til hreinsunar. Hér iyftir spádómsandinn sér svo hátt, aS hann eygir hjartað sjálft í leyndardómum hins nýja sátt- mála. Og frá sjónarmiSi þessa háíieyga spádóms Esajasar tala hinir seinni spámenn, Daníel og Salcarías, svo greini- lega, enda þótt í leyndarfullum orðum sé, um líðanda Messí- as, sem Sakarías einnig lætr koma fram sem friðþœyj- anda œðsta-prest. MeS þessu erum vér þá komnir að dyrum hins nýja sáttmála, þar sem Jóhannes skírari, í nákvæmri samhljóð- an við Esajas, stendr og bendir á það lamb guðs, sem ber synd heimsins. Og með þessu getum vér þá sagt að Messíasar-hugsan hins gamla sáttmála hafi náð sinni full- þroskuðu inynd. Sá hluti af ritsafni Gyðinga, er liggr á milli spámannanna og Jóhannesar skírara, bœtir í aðalefn- inu engu nýju við í Messíasar-uppdrátt þann, er nú hefir sýndr verið. í „apokrytísku" bókunum, sem vér höfum í biblíu-útlegging vorri, ber varla neitt á Messíasar-trúnni. I hinum gyðinglegu „opinberunarbókum“, er svo eru kall- aðar, kemr hún aftr á inóti skýrt fram. En að slepptum viðbótum þeirn, sem þessi rit hafa síð'ar fengið frá hönd- um kristinna manna, þá benda þau miklu frernr í áttina til kappanna, sem tóku þátt í hinni miklu styrjöld, þá er Jerúsalem var að velli lögð, og í uppreisninni, sem Bar Kokba hleypti á stað, heldr en til hans, er liélt innreið sína í Jerúsalem á ösrmfolanum. GUÐSÞJÓN U S T U R Y O R A R. Eftir Friðrik J. Bergmann. Kristindómrinn leitast við að kenna mönnunúm að vera einlægir við sjálfa sig, einlægir hver við annan, einlægir við drottin sinn og guð. Hann talar hörðum orðum um hrœsni og hálfvelgju. Hann vísar þeim út úr musteri drotj,-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.