Sameiningin - 01.02.1890, Qupperneq 28
—220-
-----P RE STVÍGSL A.-------------
Sunnudaginn 2. í níuviknaföstu, 9. Febr., framfór prest- ;
vígsla í hinni lútersku kirkju íslenzka safnaðarins í Winni-
peg í hádegisguðsþjónustunni. Guðfrœðis-kandidat Hafsteinn
.Pétrsson, sem kom hingað yfir um frá Reykjavík seint í
haust, var nefnilega ]iá vigðr af forseta íslenzka kirkjufé- ^
lagsins séra Jóni Bjarnasyni með aðstoð vai'aforseta séra
Friðriks J. Bergmanns, sem lýsti vígslunni í upphafi guðs-
þjónustunnar með stuttri prédikan út af þessum orðum í
Esaj. 6, 8: „Hvern skal eg senda ? Hver vill vera vor er-
indsreki ?“ Vígslan sjálf fór fram samkvæmt prestvígslu-
formi, er hér verðr prentað í „Sam.“ og sem lagað er eft-
ir leiðbeiningunni við þá athöfn í hinni nýju handbók að-
aldeildar hinnar ensku-talandi lútersku kirkju hér í Am-
eríku (General Council). Að vígslunni af lokinni prédikaði
séra Jón Bjarnason, er nú talaði í fyrsta sinni opinber-
lega eftir heimkomu sína frá Islandi, út af guðspjallssög-
unni um ummyndan Jesú á fjallinu í Matt. 17. kap., sér í
lagi út af þessum orðum Pétrs, er hann þá mælti við frels-
arann: „Gott er, að vér erum hér, herra". Kirkjan var
full af fólki, og einnig margt fóllc við kvöldguðsþjónust-
una, en þá prédikaði hinn nývígði prestr. — Við vígsluna
vann hann embættiseiðinn; en fyrir atvik varð eigi af
því, að æfisaga hans væri við þetta tœkifœri upp lesin,
sem þó átti að verða. En í stað þess látum vér „Sam.“ næst
flytja ágrip af æfisögu hans, samið af honum sjálfum. —
Sóra Hafsteinn hafði endrnýjaða köllun frá hinum íslenzku
lútersku söfnuðum í Argyle-byggð hér vestr í fylkinu; fór
hann þangað 2 dögum síðar, og er nú adressa hans: Grund
P. 0., Manitoba, Canada. Með embættisbréfi frá forseta
kirkjufélagsins er hann formlega settr þar inn í embætti
sitt. í nafni allra vina kristindómsins meðal vors fólks
óskum vér blessunar drottins yfir starf hans.
Lexíur fyrir sunnudagsskólann; fyrsíi ársfjórSungr 1890.
9. lexía, sd. 2. Marz : Jesús í Nazaret (Lúk. 4, 16—32).
10. lexía, sd. 9. Marz : Hínn mikli læknir. (Lúk. 4, 33—44).
11. lexía, sd. 16. Marz : Fiskidráttrinn (Lúk. 5, 1—11).
12. lexía, sd. 23. Marz : Kristr veitir syndafyrirgefning (Lúk. 5. 17-—26).
13. lexía, sd. 30. Marz : Yfirlit.
,,SAMEININGIN“ kemr út mánaSarlega, 12 nr. á ári. Verð i Vestrheimi
$1.00 árg.; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins: 199 Ross Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada. —■ LTtgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhirðir),
Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurðr J. Jóhannesson.
t'KENTS.MIDJA LÖGBERGS — WINNII’EG.