Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1890, Page 8

Sameiningin - 01.05.1890, Page 8
—40— an biístaSinn }únn“, og endar svona: „þútt sæti og þar neSst, sit eg þér nærri, inirm drottinn, og gleðst“. Eg skil ekki, að það, sem þarna vakir svo skýrt t’yrir Grundtvig viðvíkjanda dvölinni í drottins húsi, sé mjög ríkt í huga Farícm-safnaðarins nú með þessa herfilegu sætasölu og lok- un allra beztu sætanna í kirkjunni fyrir öllum, sem ekki hafa haft peninga á boðstólum. Maðr fær sannarlega ekki neitt hugboð um þaS, að allir sé velkomnir til guðsþjón- ustunnar, þegar maðr kemr inn í aðrar eins kirkjur. Slíkt fyrirkomulag er kristninni til fullkominnar vanvirðu hvort setn það er í lúterskum Kaupmannahafnar-kirkjum, eða ó- lúterskum ríkismannakirkjum í Ameríku, eða hvar annars staðar sem er. I sambandi við þessa sætasöluliugmynd stendr eðlilega það, að hvergi í þessum dönsku kirkjum eru aðkomandi menn leiddir til sætis eöa þeiin vísað á neinn stað, þar sem þeir geti verið íneðan á guðsþjónust- unni stendr. Fyrirkomulagið nærri því segir það hreint út, að safnaðarlýðrinn vilji helzt vera laus við öll slík að- skotadýr. það eru nokkrir af Kaupmannahafnar-prestunum, sem hafa all-mikiö orð á sér sem prédikarar. En ekki lieppn- aðist mér að heyra neina einn prest þar, sem með nokkrum verulegum krafti boðaði orð hinnar kristilegu opinberunar. það var Fenger, prestr við Garnimjn.s-kirkjuna. Eg heyrði liann prédika þar í kirkjunni á nýársdag út af drottinlegri bœn," sem hanti fagrlega líkti við hinar sjö ljósastikur í vitran Jc hannesar (Op. 1, 12). Sá, sem á jóladaginn talaði í Fartou-kirkju, var prófessor Frederik Nielsen, og næst predikan Fengers var þaö, sem hann sagði, hiö bezta af því, sem eg heyrði þar í kirkjunum. Fog Sjálandsbiskup lieyrði eg tala í Frúarkirkju um leið og liann vígði nokkra kandídata á virkum degi, 18. Ðes.; en af þeirri prédikan var víst örSugt að hafa nokkurt verulegt gagn fyrir þá sök, hve vandræðalega maðrinn bar hana fram. Eg held helzt, að sá maðr sé ekki mikill prédikari, hvað sem hann annars kann að hafa til síns ágætis. — Scavenius stendr enn í ráðaneyti konungs fyrir kirkjumálum Dana og ber nú ekki á, að það særi neitt til muna samvizkur kirkjumannanna.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.