Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1890, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.08.1890, Qupperneq 8
—88— í viðbót við Jyk 5, sem nú eru í kirkjufélaginu. — Á pessu þingi liafa komið fram áskoranir, úr tveimr áttum, utn það, að útvegaðir væri tveir prestar hið allra bráðasta. Samkvæmt því, sem forseti kirkjufólagsins heíir skyrt frá, bafa tveir guðfrœðingar á íslandi boðizt til að takazt á hendr prest- skap. meðal safnaða vorra hór vestra, þeir séra Finnbogi Rútr Magnússon !) í Húsavík og cand. theol. Eyjólfr Kolbeins í Reykjavík. t>ess vegna ræðr þingið söfnuðinum í Dakota til að snúa sér að séra Finnboga Rút Magnússyni og söfnuðinum í Dingvallanylendunni að snúa sór að cand. theol. Eyjólfi Kolbeins gegnúm forseta kirkjufélagsins og senda livorum þeirra .fyrir sig köllunarbréf i eins ákv.eðnu formi og unnt er, svo endileg svör frá þossum mönnum geti fengizt sem allra fyrst. En þótt nú þessir tveir menn fáist, til að bœta úr prost- leysi safnaða vorra, er bryn þörf til þess, að forseti kirkju- félagsins lialdi prestútvegum sínum áfram. Dingið álítr, að Lryna nauðsyn beri til þess, að einn prestr sé ráðinn, sem fyrst og fiemst sé presti "Winnipeg-safnaðar til aðstoðar í hans ókleyfa verki og þar að auki þjóni söfnuðunum í Selkirk og Pemhina, starfi að myndun safnaða, þar sem fólk vort þegar hefir tekið bólfestu, án þess söfnuðir hafi. myndazt, og þjóni þeim söfnuðum fyrst um sinn. Auk þess lætr prestr Nyja íslands í ljósi, að verksvið hans sé svo umfangsmikið, að það sé kröftum lians og hvers eins manns ofvaxið að þjóna þár til langframa. Yæri það því óskanda, að söfnuðir Nyja-íslands sæi sér fœrt að kalla annan jirest, áðr en kröftum hins núveranda jirests þeirra hefir verið cfbcðið, og að kringumstœður þeirra verði þannig, að v þeir ráði sér annan prest áðr langt um líðr. Hafsteinn Pétrsson, Magnús Skaftasen, Fr. J. Bergmann, Fr. Friðriksson, G. Porsteinsson. Nefndarálit þetta var síðan eftir litlar umrœður sam- þykkt óbreytt. þá kom ncfndin í bindinJismáliriu fram meS sitt álit, er fór því fram, 1) Fregn er í byrjan AgnstmánaSar komin hingaS vestr, að Jessi milcils- virti prestr sé ný-látinn. Ritst. „Sam. “

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.