Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1890, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.12.1890, Blaðsíða 10
—154— aftr á fœtr. Hann verðr smátt og smátt þræll ofdrykkj- unnar og á enga viöreisnarvon. þannig veikir og eySileggr ofdrykkjan skynjanina, til- finninguna og viljann, alla þá yfirburði, sem maðrinn hefir í'ram yfir dýrin. Hinn gjörspillti drykkjumaðr heíir ekk- ert annað fram yfir dýrin en syndasektina, sem liggr eins og þungt farg á honum. Hann er andlega dauðr. Hið eilífa réttlæti ritar á vegginn: mene, mene, guð hefir talið þín æfi-ár og leitt þau til enda. Hann deyr mitt í synd- um sínum. Hið eilífa réttlæti skrifar á dómsspjaldið: tekel, þú ert veginn í skálum og léttvægr fundinn. Hann fer svo til síns samastaðar. Dómi hins eilífa guðs verðr eigi raskaö. þannig ber eg þá sök á ofdrykkjuna, aö hún hafi tímanlegan, andlegan og eilífan dauða í för með sér, ef drykkjumaðrinn eigi snýr við í tíma. Eg þýkist hafa sann- að þetta með Ijósum og nákvæmum orðum. En ef einhver heimtar meiri sannanir, þá leiði eg fram vitni mín. Fyrst kalla eg hinn þríeina guS til vitnis. Hvað seg- hann uin ofdrykkjuna í sínu blessaöa orði? Esajas spá- maðr kemst þannig að orði: „Vei þeim, sem rísa upp árla morguns, til þess að sœkjast eftir áfengum drykk; vei þeim, sem sitja fram á kvöld, til þess að gjöra sig víndrukkna“ (Es. 5,11). Og svo bretir hann því við, að ofdrvkkjan leiði óhamingju ytir Isráelslýð. Salómon konungr talar um vín- drykkjuna á þennan hátt: „Vínið er spottari, sterkr drykkr er glaumsamr; hver sá, sem af því tælist, er ekki hygg- inn“ (Orðskv. 20, 1). „Vertu ei með drykkjumönnum né mathákum, því diykkjumenn og óhófsmenn verða snauðir og (mikill) svefn klæðir í tötra“ (Orðskv. 23,20—21). „Hvar er vei ? Hver veldr sér meiðslum ? Hvar eru deilur ? Hvar kveinan ? Hver fær sár ánorsaka ? Hver glóðarauga (rauð augu) ? þcir, sem lengi tefja hjá víninu, þeir, sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum. Horf þú eigi á vinið, hve rautt það er, hversu það sýnist eins og perlur í bikarnuin, hversu það rennr ljútíega niðr. Seinast bítr það eins og höggormr og stingr sem naðra“ (Orðskv. 23, 29—32). „Konungar eiga ekki að drekká vín. Stjórn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.