Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1890, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.12.1890, Blaðsíða 14
—158— neitt, sem bróSir þinn steytir sig á eða hneykslast eða veiklast af“ (Róm. 14, 21). Sami postuli segir einnig, þegar hann talar um fórnarkjötið : „Ef eg með nautninni hneyksla bróður minn, skal eg aldrei að eilífu kjöt eta, svo eg ekki hneyksli hann“ (1. Kor. 8, 13). Hinn kristilegi bróðurkær- leiki knýr þannig hófsemdarmanninn til að ganga í bind- indi. Hann gengr í bindindi til að etia og styrkja heill mannfélagsins, til að eíla og styrkja heill hinna veikari meðbrœðra sinna. En hann gjörir það einnig sjálfs sín vegna, þótt sumir, ef til víll, veiti því ekki eftirtekt. Segðu mér eitt, þú hófsemdarmaðr: þykir þér ekki vænt um litla drenginn, sem hvílir í faðrni þér? Föðuraugu þín geta varla slitið sig frá hinu fagra litla andliti, umkringdu glóbjörtum lokkum. Hjartað hoppar af gleði í brjósti þér yfir þessum gáfulega, efnilega unga sveini, sem bf r nafn föður þíns. Hjarta þitt hangir fast við þennan svein, og allar þínar fögru framtíðarvonir eru knýttar við hann. þessi sveinn er lifandi eftiimynd konunnar, sem sitr við hlið þér, konunnar, sem þú elskar mest allra manna. þú veizt, að móðurhjarta hennar lifir að eins fyrir þennan svein. Ef dauðinn legði sína köldu hönd á brjóst sveins- ins og þið sæjuð hinu litla líkama lagðan í grötína, þá myndi sorgarinnar bitra sverð nísta ykkar föður- og móð- urhjarta. Enn þá • meiri sorg getr ykkr að höndum borið. Hinn saklausi sveinn, sem nú hvílir í kjöltu ykkar, getr, þegar aldr fœrist yfir hann, orðið drykkjumaðr. Og þegar hann er orðinn það, þá getr hann srnátt og smátt sokkið dýpra og dýpra niðr í sorp mannfélagsins, þangað til hann er kominn til botns og á sér engrar viðreisnar von. Og þótt hár ykkar verði þá farið að gróna og uppspretta táranna tekin að þorna við margbreytta lifsreynslu, þá myndi samt þessi sjón láta ykkar föður- og rr óður-hjarta bresta, því sú óttalega ásökun myndi þá nísta sálu ykkar, þessi ásökun: Við hefðum, tf til vill, getað komið í veg fyrir þessa ó- gæfu; við hefðutn, ef til vill, getað frelsað barn vort; með því að ganga á undan því með góðu eftirdœini, ineð því sjálf að ganga í bindindi og hvetja barn vort til að gjöra hið sama. Hófsemdarmaðrinn og hófsemdarkonan ganga í bindindi til þess að engin slík óttaleg ásökun geti í fram- tíðinni níst hjörtu þeirra. Mannúö og menntun, hin siðferðislega meðvitund mann- anna, hinn almenni mannkærleiki, föður- og móður-ástin, sagan, hinn kristilegi bróðrkærleiki og guðs heilaga orð, allt þetta sameinar sig og kallar til vor með einunt rómi: Stemmið stigu fýrir hinu andlega og líkamlega átumeini

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.