Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1892, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.01.1892, Blaðsíða 3
—179 íninna nm kristindóm barnanna hugsaö af foreldranna hálfu, en gjört var heima á íosturjörð vorri, þsgar þeir, sem nú eru orðnir gamlir menn og gamlar konur, voru börn. Foreldrarnir verða að vaka yfir börnunum sínum með- an þau eru að vaxa upp. Hjarta þeirra er þá nærri því eins og vaxið; það má þrýsta á það hvaða mynd sem er. Ef foreldrunum er annt um að þrýsta mynd frelsarans á hjarta þeirra og þau reyna allfc, sem í þeirra valdi stendur, til að gjöra ];að, mun þeivn eflaust heppnast. En þar má ckk- ert hugsunarleysi eiga sjer stað og ekkert traust til þess að það verði gjört af öðrum. þegar barnið fer að hafa vit á, ættu foreldrarnir að gjöra sjer það að skyldu, að tala við það um guð og guð- lega hluti til skiptis einu sinni á hverjum degi. Yíða er það siður meðal kristirina manna, að foreldrarnir, — annað eða bæði, setjast við sæng burnsins, þegar það er háttað á kvöldin, og láta það lesa hátt bænir, sem því hafa kennd- ar verið og tala svo við þaö á máli barnanna um frcls- arann og það, sem drottinn hefur gjört mönnunum til sálu- hjálpar. það er vani, sem allir kristnir foreldrar ættu að temja sjer. En þó það sjc gott og fagurt að kennab'rn- unum bænir og sálmvers, má þó aldrei gleyma því, að kenna þeini að biðja upp frá sínu eigin brjósti, þegar þau hafa náð þeim andlega þroska, sem til þess útheimtist. Mörg kristin móðir segir það utn son sinn, sem kast- að hefur trúnni, að heldur vildi liún liafa fylgt honum, ungum og óspilltum, út á kirk jugaröinn, þar sem hin börn- in hennar liggja, en vita hann hafa tapað trúnni úr hjarta sínu og snúið bakinu við i’relsi guðs barna. þannig talar mörg kristin tnóðir og margur kristinn faðir einnig vor á meðal. Guð hjálpi öllutn slíkutn foreldtuat! þeirra sorg er svo mikil, að hún naumast tekur tal'i. Kristnu foreldrar! Jeg veit, að þjer vilduð heldur missa allt, sem drottinn hefur gefið yður, en börnin yðar. þjer vilduð heldur, et' þjer ættuð utn það tvennt að velja, að allar eigur yðar væru frá yöur teknar, heldur þurfa að ganga fyrir hvers manns dyr og biöjast ölmusu, en verða að sjá bijrnunum yðar á bak. Svona er yður annt um

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.