Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1892, Side 10

Sameiningin - 01.12.1892, Side 10
—154— K R I S T I K SK ÁLD. Ný-látin eru tvö einhver hinmerkustu skáld.er orkt liafa á enska tungu á þessari öld. AunafS þeirra er hinn frægi skáld- konungur Englands, Alfred Tennyson, en hitt eitt af hinum allra helztu skáldum þes.sa lands, Joh.n Greenleaf Whittier. Hinn fyrr nefndi hefur uui langan tíma þdtt bera af iillum enskum skáldum. Og síðan Longldlow ljezt hefur Whittier gamli, Kvekara-skáldið, í rauninni verið viðurkenndur skáldakonungur Ameríkumanna. þeir voru næsta álíkir þessir menn. það mundi leiða oss of langt, ef vjer færum að gjöra grein fyrir skáldskap þeirra, enda er það langt frá ætlun vorri. Vjer vild- um að eins benda á eitt, sem einkennir skáldskap þeirra. þeir voru báðir kristnir menn. Og sú lífssko?<an, sem allur ská'ld- skapur þeirra er borinn af, er lífsskoðun kristindómsins. Líf þeirra beggja hefur að allra dómi verið í fullkomnu samræmi við þessi lífsskoðan. Hvorugur þeirra áleit það nauð’synlegt, að varpa trú sinni fyrir borS, til þess með því móti að verða meira skáld. Hvorugur þeii’ra áleit það heldur skáldinu samboðnara að lifa illa, láta líf sitt vera uppreisn gegn siðferf idögmáli kristinna manna. Vjer tökum þetta fnuri, af því svo opt er verið að slá því föstu af þeim óvinum vorrar kristnu trúar, sern mest tala, en minnst vita, að flestir miklir menn í andans heimi sjeu kristin- dóminum andstæðir. Líka hefur sú skoðun smeygt sjer inn meðal þjóðar vorrar, að | eir menn, er þegið hefðu hina göfugu skáldskapargáfu, væru yfir það hafnir að lúta hinu almenna sið- ferðislögmáli. Vjer Islendingar erum öldungis ekki einir með þessa undarlegu skoðun. Hún er til vor komin, eins og svo margt annað, frá Dönum. En þeir liafa aptur drukkið þe.ssa skoðun inn í sig frá Frökkum, þeirri ]>jóð, er lægst stendur í sið- ferðislegu tilliti af öllum hinum menntuðu þjóðum, — þar senr Ijettúðin er mest, alvaran rninnst. Skáldunum er þar allt leyfi- legt. Almennings-ineðvitundin afsakar þau optast nær, þ.itt þuu gjöri sig hvaS eptir annað sek í því, er hart mundi tekið á í lífi annarra manna. ]>að er eins og þau eigi að hafa citthvert einka- leyfi á því að lifa í synd. ])að liggur í angum uppi, hve skaðleg þessi skoðun er fyrir siðferðislega meðvitund þjóðarinnar.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.