Sameiningin - 01.12.1892, Qupperneq 11
—155
Öllum kemur saman um, að enginn liæfitegleiki, sem mönn-
unum hefur verið gefinn, sje fegurri og göfugri en skáldskapar-
gáfan. Skáldin hafa líka frá alda öffli verið álitin spámenn
l’jóðar si.inar, — þeir, sem umfram aðra dauðlega inenn eiga að
fiera sannleikanum vitni; þeim er trúað til þess, opt og tíðum að
Uiinnsta kosti, að sjá s nnleikann með berari augum en aðrir
menn. Og svo skyldu þessir menn, sern yrkja um sannleikann
og fegurðina, hafa leyfi til þess umfram aðra menn, að láta líf
sitt vera í sem al'ra mestri mðtsiign við orðin, sem þ.-ir tala. Af
öðrurn er það heimtað, sjsrstaklega kristnum mönnum, að lif-
ernið sje í samræmi við kenninguna. Sú heimting er vissulega
rjettlát. En vjer fáum ekki betar sjeð, en sama lögmáliö sje í
jöfnu gildi fyrir alla. Vjer fáum ekki betur sjeð en líf skáld-
anna ætti að vera líf í sannle ka og fegurð, úr því kenning þeirra
leggur mesta áherzlu á þetta tvennt. Miklir hæfilegEikar gefa
engin einkarjeltindi til að lifa í synd. Af þeirn, setn mikið er
gefið, verður líka mikið heimtað. Lífernið hefur líka stórkost-
leg áhrif á þann boðskap, sem einstaklingurinn hefur fengið
köllun til að fiytja. Ljótt líferni hefur opt dregið skáldskapinn
ofan í saurinn. Húgsanirnar hafa saurgazt, yrkisefnið orðiö
Ijótt. þannig hafa skáldin opt orðið til þess að bera eitur of«n
í sjálfar uppsprettulindir hin-i andlega lífs meðal þjóðanna. ]iað
er næsta fátt, seui unnt er á að benda i siigu þjóðanna, er skað-
vænlegri áhrifi hafi en einmitt þetta. Miklu af þeiin skáldskap,
einkurn söguskáldskapnum, sem nú er inest lesinn, er þannig
varið, að lmnn lyptir ekki siðferðis-meðvitundinni hærra, heldur
dregur hana ofan í skarnið. Ekki á þettasjer síst stað á Frakk-
landi meðal realistanna, er svo opt hefur verið talað um. En á
Noröurlöndutn hafa skáldin lengi verið fúsari á að fylgja frakk-
neskum fyrirmyndum í skáldskaparlegu tilliti en nokkrum öðr-
uin. Vjer íslendingar „dependerum af þeiin dönsku“ í skald-
skapnuin ekki síður en öðru, og ósjaldan vill þa' þá til, að
yjer erum fljótastir að taka það eptir, sem sízt skyldi.
það eru aðrar hókmenntir, S’“tn heilsusamlegn áhrif mundu
bafa á íslenzkt þjóðerni og liug-unarhátt en hinar frakknesku
og dönsku, þó margt sje þar auðvitað ágætt innan um. Sú þ.jóð,
seni íslendingar mundu rnest græða á að eiga andleg viðskipti
við, eru að vorii hyggju Englendingar. En fram að þessum síð-