Sameiningin - 01.12.1892, Qupperneq 12
—156—
ustu t'mum hafa einmitt enskar brtkmenntir verifS hulinn fjár-
sjóöur fyrir oss. það hefur veriö gengið fram hjá þeiin tii að
seilast í annað miklu laksnra. það, sein oss virðist enskar bók-
menntir hafafram yíir bókmenntir annarra þjtiöa.stendur einmitt
í sambandi viö siðferðismeðvitund liinnar ensku jjóöar. Brezkir
rithöfundar og skáld ltafa lifað hreinna lífi en títt hefur v> rið
meðal bræðra þeirra á meginlandinu. Frá þessu eru svo sem aö
sjálfsögðu undantekningar. En siðferðismeðvituud ensku þjóð-
arinnar hefur einlægt verið svo sterk og heilbrigð, að hún hefur
heinttað af skáldunum og rithöfundunum, hdðtogum lýðsins, að
líf þeirra væri fagurt og hreint eins og hugsanirnar í bókum
þeirra. það er líka ekki unnt að benda á neinar bókmenntir
jafn-stórkostlegar og hiriar ensku, sern uin leið eru jafn-hreiniar.
Skáldin ensku lrafa ekki verið skáld, spámenn þjóðar sinnar,
einungis þæn riltölulega fáu stundir æfi sinnar, er þeir orktu
kvæði sín, heldur hefur sú fullkomnunarhugmynd, sem fyrir
þeitn hefur vakað, verið í því fólgin, að allt lif skáldsins ætti
að bera fegurðarinnar og sannleíkans einkenni, ætti að vera eitt
hetjukvæði, satt ogfagurt frá upphafi til enda. þess vygna hsfa
ensku skrldin kveðið svo rnikla heilbrigði inn í jrj iðlif sitt, af
því þeir hafa sjáltir litiö heilbrigðum augum á lífið, verið sjálfir
andlega heilir, ósýktir af spilling og vondunr lifnaði. Undan-
tekningarnar þekkjum vjer, Byron á Englandi, Poe hjer í
Amcríku. En undantekningar þessar liafa meira orðið til við-
vörunar en eptirbreytni. Hin tvö ný-látnu skáld, Tennyaon og
Whitt'ier, tninna oss sterklega á þessa ensku hugmynd um skáld-
ið. Bækurnar, seui eptir þá liggjn, eru svo hreinar, að þar
finnst engin saurug eða Ijót hugmynd. En jafn-hreint og skáld-
skapur þeirra var lífið, sem þeir lifðu. Báðir vorn þeir kristnir
menn, og hvervetna kornu þeir fram setn Ghristin.n qentlemen.
þaö væri óskandi, aö hin vaxandi viðskipti Islendinga við
ensku þjóðiinar yrðu til þess, að þeir kynntust betur enskum
bókmenntum. Ef skáldin íslenzku sækta þangað fvrirmyndir
sínar, höfum vjer þá trú, að þau mundu kvcða meiri heilbrigði,
meira starfsfjör, meiri dugog dáð inn í þjóðhf vort en hingaö til
hefur átt sjer stað. Ef hin siðferðislega meðvitund jijiðar vorr-
ar yrði nokkurn thna eins sterk og heilbrigð og liinna ensku
þjóða, mundu kröfurnar til skáldanna verða aörarenþærnú eru.