Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1893, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.08.1893, Blaðsíða 4
—84— íandið. Hann hefir líka sjálfsagfc betra t<5m til slíkra rifcstarfa en flestir aSrir. Sést það bezt á fjölda þeirra bóka, er liggja eftir Pétr biskup Pétrsson. Otal smábœkr hafa veriB gefnar út af biskupum og helztu guðfrœðingum Englands, er nefndar bafa verið „Tracts for the Times“(smárit fyrirvora tíma)eða „Living Papers for Present Day Themes“ (smárit um lífsspursmál vorra daga). Og hafa þessar litlu bœkr að almannadómi komið mjög miklu góðu til leiðar. ])ær hafa verið ritaðar á svo léttu og auðveldu máli, að allir þeir, sem nokkuð lesa og nokkuð fá sig til að bugsa, bafa haft þeirra fyllstu not. En auðvitað eru þó slíkar bœkr ritaðar fyrir lesendr, sem meiri þroska hafa náð en þeir, sem mest hafa gaman af smásögum. —- })á er farið var að hreifa við smárita-hugmyndinni gömlu, héldum vér, að eitthvað líkt þessu myndi vaka fyrir mönnum. Og því varð oss hálf- liverft hið, þegar vér sáum þessi n)'ju smárit. það hefði fallið heldr í vorn stnekk, að þessar fáu arkir hefði verið gefnar úfc í heilu lagi, eitt sinn hvert ár, og haffc þá eitfchvað heilt ineðferðis, er varanlegt mætti verða í vorum kirkjulegu bókmenntum. Reyndar viðrkennum vér, að smásögur eins og þær, sem valdar hafa verið, geta haft ofr-litla þýðing. En bókmenntalega þýð- ing getr útgáfa slíkra smárita enga haft. það er svo ótal margt, sem þyrfti að rita, ogkirkjunnar menn verða að hugsa um það, að hefja hinar kirkjulegu bókmenntir vorar til þess vegs og sóma, sem þeim að réttu ber. A voru máli hefir því sem næst ekk- erfc verið ritað til þess að frœða alþýðu manna um heilaga ritn- ing, og afleiðingin er sú, að íslenzk alþýða er mjög ófróð í því efni. Myndi hún þó hafa tekið fúslega við þeim fróðleik, ekki síðr en öðrum, ef liann hefði verið á boðstólum hafðr. Hversu jtarflegfc og blessunarríkt myndi það verða fyrir kristindóminn í landinu, ef gefin væri önnur eins rit út á íslenzku og þau, er prófessor dr. Fredrik Nielsen í Kaupmannahöfn hefir gefið út lianda danskri alþýðu nú um nokkur undanfarin ár. Vér get- unt ekki annað séð en eitt slíkt rit á ári hefði haft milclu meira andlegt gildi en nokkrar arkir af smásögum, sem helzt munu ætlaðar börnum og unglingum. Slíkar sinásögu-bœkr í líking við þær, er hinn nýlátni biskup íslands gaf út, munu vera eitfc af því, sem bezfc gengr út og hœgast er að fá nóga kaupendr að. það ætti því ekki að þurfa að gefa þær út á kostnað neins sjóðs.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.