Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1899, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.03.1899, Blaðsíða 5
♦ ♦ Múnaðarrit til stuð'ninr/s Jeirhju og lcristindómi íslendinga: gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. % Vestrheimi. RITST.IÓIU JÓN BJ.UiNASON. 14. árg. WINNIPEG, MARZ 1899. Nr. 1. Á föstuimi. Sorglega einkennilegt er það, að þeir menn, sem styðja það, er vér í ljósi kristindóms-opinberunarinnar erum sann- fœrðir um að er illt mál, fylgja marg-oft því máli með meiri festu og einbeittarg. viljakrafti heldr en hinir, sem eiginlega eru með hinum góðu málum. það er eins og þeir, sem eru að berjast fyrir ríki myrkranna í mannfélaginu, hafi iðulega enn þá sterkari sannfœring fyrir því að vera þeim megin, sem þeir eru, heldr en hinir, sem f rauninni hafa tekizt á hendr að styðja ríki guðs og sannleikans. þeir, sem trúa á það, sem greinilega er illt, eru vissulega einatt miklu fastari í þeirri trú sinni en hinir, senr trúa á það, sem gott er og guði þóknanlegt, í sinni trú. Og af því leiðir aftr að sjálfsögðu, að það er marg-oft unnið að efling hinna illu mála af þeirn, er þeim fylgja, með meiri alvöru og dugnaði heldr en að góðu málun- um, sannleiksmálunum, guðs ríkis málunum, af þeim, er þau hafa ritað á merki sitt. En þótt þetta geti virzt undarlegt, er það þó í rauninni ekki nema það, sem við mátti búast. það er hœgra að ryðja sér áfram með afli, þegar maðr er að fara ofan á móti, heldr en þegar stefnan er upp á við. þaö hallar undan fœti fyrir þeim öllum, er trúa á það, sem er illt. En fyrir hinum er leiðin öll í fangið. það er rniklu auðgengari sú

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.