Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1899, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.03.1899, Blaðsíða 10
6 dvelja, er kærleikr til íslands og viökvæm, sorgblandin um- hugsun um allt, sem er íslenzkt, aöalþáttrinn í öllu þeirra tilfinningalífi. Fyrir því hefi eg daglega sannanir.—En því fylgir þá einnig það, aö menn veröa alvarlega að gjalda varhuga við þeim öfgum, sem slíkr föðurlands-kærleikr oft vill leiða menn í, þegar um ástand ættjarðarinnar er talað. Síðan eg var drengr og man eftir mér hefir þetta, sem eg nefndi föðurlands-, ,feber'\ vafalaust gengið að mér. Eg lét þá dragast á tálar af föðurlands-flærð eins ónefnds manns. Ef orðinu hallaði hvað ísland snerti og ástandið þar, taldi eg því misboðið. þaö sat rótgróið í hjarta mínu, þetta þjóðar- dramb, sem menn anda að sér með norðanvindinum úti á Is- landi. Eg þekkti heldr ekki annað. Vel man eg, hvað mér féll þungt, þegar Einar Hjörleifsson tók fyrst til að rita í ,,Lögberg“ um mein mannlífsins þar heima, með hinni ein- kennilegu glöggskyggni og dómgreind, sem auðkennir þann mann. Tek eg þetta hér fram öðrum til aðvörunar, sem standa ef til vill í sömu sporum sem eg stóð í. En þó eg játi, að þessi of almenna, öfgafulla ættjarð- arást blindi mig ekki lengr, er Island mér enn, og verðr víst ávallt, það, sem hin heilaga Mekka er sönnum Múhameðstrú- armanni. Eins og hann snýr sér ávallt til Mekka, er hann biðr og í öllum helgum athöfnum, þannig snýr andi minn ætíð í áttina til íslands og hins íslenzka þjóðlífs. Eg finn sérstaka ástœðu til að taka það hér fram, í upphafi þeirra orða, sem eg kann að segja um Island og ástand þess, að eg í hjarta mínu get fyllilega tekið undir þessa alþýðuvísu brœðranna í Noregi: ,,Jeg elsker alt som er ægte norsk, fra Folkelivet til Sild og Torsk. Jeg elsker Bonden í Kofte graa og Fattigmanden, hvis Seng er Straa. Af alt jeg elsker dog aller mest den, som sin Tillid til Gud har fæst. “ Með ]?ví að setja hér íslenzkt fyrir ,,norsk“ táknar þetta erindi nákvæmlega tilfinningar mínar nú gagnvart föðurlandi mínu og fólki þess, þó eg auðvitað hljóti að játa, ef til vill til ama fyrir einhvern vin minn þar heima, að það, að eitthvað er fslenzkt, gjörir slíkt engan veginn lengr rétt né heillavæn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.