Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 3
5i ,,Heimuriim“ á herðuuum. Eftir séra N. Stgr. þoRLÁKSSON. Ég var aö hugsa um goöasögnina hjá Grikkjum um Atlas gamla, sem dæmdur var af Sevs sökum uppreistar, er hann haföi verið með í gegn guðunum, í álög þau, að bera heiminn á höndum sér og herðum. Hvort hann nokkurn tíma hefir átt að komast úr álögunum, veit ég ekki, en líklegast hefir ekki verið ætlast til þess. Sögn þessi minti mig á eitt, sem virðist vera töluvert al- gengt mein hjá oss. Vér eigum svo erfitt með að líta upp og sjá himininn. Drottinn vor og frelsari hefir að vísu farið upp til himins og lokið upp himninum fyrir oss, svo að fyrir hann getum vér litið upp og séð opin himin og séð almáttug- an föður, sem ber allan heiminn á föðurörmum sínum, gætir alls, hins smáa eins og hins stóra, og hefir vakandi föðurauga á högum, og fyrir sönnum heillum, allra barnanna sinna. En vér lítum ekki upp í ljósbjartan himininn. ,,Heimurinn “ á herSunum á oss skyggir á hann, svo vér sjáum hann ekki, enda er engin von til þess. Atlas, með byrðina sína á bakinu, hefir sjálfsagt verið alveg laus við að geta litið upp. Útsýnið hans hefir alt verið niður fyrir hann. Útsýnið vort verður hvorki hærra né bjartara, eins lengi og vér látum ,, heiminn ‘ ‘ liggja oss á herðnm. það ætti enginn, í því á- standi, að furða sig neitt á því, þótt hann sjái ekki upp í him- ininn og útsýnið hans sé þröngt og dapurt. það er heldur ekki nema eðlilegt, þótt himininn gleymist, týnist úr meðvitund- inni, afmáist algjörlega, eða verði strykaður út úr lífs-gjörða- bók mannsins, þegar svona stendur á fyrir honum. þessi himin-myrkvi verður ekki á einu augabragði. Vanalega er smámsaman að draga fyrir himininnog fer undur hægt. Vér verðum marg oft ekki varir við það. Oss getur þess vegna fundist það svo eðlilegt, án þess að oss eiginlega detti í hug, að vér sjálfir séum orsök í því, að vér sjálfir höfð- um verið að velta ,,heiminum“ upp á herðar vorar, en farið hægt eins og skugginn á sólskífunni. Vér höfum jörðina dagsdaglega fyrir augunum, horfum á

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.