Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 8
56 anska, ólúterska, reformeraöa trúarlíf hefSi mikil og varan- leg áhrif á menn, ekki síst þegar maöur gáir að því, hvaö trú- arlíf þetta er öflugt, fjörugt og hrífandi. þetta haföi líka sín áhrif. Talsveröur hluti lútersku kirkjunnar varö hrifinn af stefnu þessari, og tók aö innleiöa sumar aðferöir Meþódista í sínar eigin kirkjur og efa sum þau trúaratriöi, sem eru ein- kennileg fyrir kirkju vora. Fyrir þessa orsök varö talsvert ólúterskur blær á miklu af starfi kirkjunnar. Annar flokkur var auðvitað til, og hann var stærri en sá sem vér nú þegar höfum lýst. Hann hélt fast viö trú feðranna og reyndist trúr hinni lútersku kirkju. þessir tveir flokkar voru til innan Gen- eral Sýnódunnar þegar hún var stofnuð, og þeir hafa verið í henni alt af síðan. í fyrstu höfðu báðir flokkarnir mjög mikið umburðarlyndi hver meö öðrum. Allur ágreiningur varð algjörlega að þoka fyrir innilegum, kristilegum kærleik, sem batt menn saman og kastaði þeim út í einbeitta baráttu fyrir velferðarmálum kirkju sinnar. þeir voru einhuga í því að byggja upp ameríkanska lúterska kirkju, sem gæti skipað heiðarlegt sæti meðal kirkju- i deilda Bandaríkjanna. Nærri því öll lútersk kirkjufélög lands- ins voru um tíma í sambandi þessu, General Sýnódunni. þetta var gleðilegt fyrir þá sem unnu kirkju sinni heitt, og uppörfaði þá til þess að reynast henni trúir. Sú stefna varð því ofan á, að halda fast við játningarrit lútersku kirkjunnar. Stefna þessi fékk sitt mesta fylgi þegar Pennsylvaníu-félagið gekk, í annað sinn, í sambandið, árið 1853. Hin ólúterska stefna var því, um tíma, borin ofurliði. Hún varð um tíma að þoka; en það var langt frá því að hún væri dauð. Sumir merkustu prestar og guðfræðingar General Sýnódunnar höfðu opinberlega játað hina ólútersku skoðan sína. Samskonar stefna var ríkjandi að all-miklu leyti við prestaskóla hennar. Lítil áhersla var lögð á játn- i ingarrit kirjunnar. Margir voru þeir sem ekki trúðu endur- fæðing skírnarinnar, né heldur hinni virkilegu nálægð Jesú Krists líkama og blóðs í kvöldmáltíðinni. Yfir höfuð var Pennsylvaníu-félagið andvígt stefnu þessari; og margir hinna yngri guðfræðinga, er þeir fóru að kynna sér betur hina lút-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.