Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 7
5$ lagsskaparins. AriS 1853 gekk samt Pennsylvaníu-félagið inil í General Sýnóduna aftur og stóS í þeim félagsskap nokkur ár. General Sýnódan lifir og starfar enn, og hefir aS mörgu leyti unniS lútersku kirkjunni í Ameríku mjög mikiö gagn. Strax á hinu fyrsta þingi sínu reyndi félagsskapur sá aS koma á fót lúterskum prestaskóla. þaS tókst eftir nokkur ár, Og var skólinn stofnsettur í Gettysburg í Pennsylvaníu. Um langan tíma fékk meiri hluti lúterskra presta í Ameríku mentan sína þar. General Sýnódan vann ótrauSlega aS öðrum mentamál- um, aS trúboSi í Ameríku og eins meöal heiSingja, og studdi velferS lútersku kirkjunnar aS miklum mun. þegar hér er komiS sögunni, fer ef til vill einhver aS hugsa eitthvaS líkt þessu: Mér finst General Sýnóda þessi vera einmitt álíka félagsskapur og General Conncil. Ef þaS er rétt, og ef þaS er ennfremur satt, aS General Sýnódan sé hiS elzta af slíkum félögum í Ameríku, hvers vegna var þá veriS aS stofna General Council? Vér skulum nú reyna aS gjöra grein fyrir því. Sú tilraun vor verSur, ef til vill, betur skilin ef menn hafa fylgst meS því sem á undan er sagt. Frelsis-stríS Bandamanna varS til mjög mikils hnekkis fyrir lútersku kirkjuna og allan kirkjulegan félagsskap yfirleitt. Skömmu þar eftir (1787) varS líka lúterska kirkjan aS sjá á bak sínum inesta manni, Dr. Muhlenberg. þaS má svo aS orSi kveSa, að frá þeim tíma ogþangaS til General Sýnódan var stofnuS, áriS 1821, hafi óáran ríkt í lútersku kirkjunni í Ameríku almennt. Á þeim tíma var létt aS sá ýmsu illgresi í lútersku söfnuöina. þaS var líka gjört. þá var sáð því sem síSan hefir haldiS áfram aS vaxa og hefir bakaS lútersku kirkj- unni mikiS tjón. Vöxturinn var í fyrstuseinn og menn veittu þessu litla eftirtekt; en þaS átti eftir aS gjöra vart viS sig síSar. þaS, sem vér eigum viS, er þetta: hópar af lútersku fólki voru aS verSa ólúterskir, án þess þeir þó eiginlega vissu þaS. þessi ólúterska stefna byrjaði ef til vill um leiS og menn voru aS verSa ameríkanskir. MeS ensku máli, ameríkanskri mentan, ameríkönskum hugsunarhætti, og á meSan enginn lúterskur prestaskóli var til í landinu, var ekki óeSlilegt aS hiS amerík-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.