Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.06.1899, Blaðsíða 13
57 ersku guöfræöi þýzkalands, komust að raun um, aö stefna þessi var bæöi röng og skaðleg fyrir velferð lútersku kirkjunn- ar. Fremstur í flokki þeirra, er þannig litu á málin, var Dr. Charles Porterfield Krauth, og átti hann af öllum mönnum á þeim tíma, mestan þátt í endurreisn hinnar sönnu lútersku trúar meðal ensku-mælandi manna í Bandaríkjunum. Flokkarnir urðu æ andvígari hver öðrum, þar til loks kom að því, árið 1866, að Pennsylvaníu-félagið, fyrir fult og alt, sagði sig úr lögum við General Sýnóduna. Fleiri kirkjufélög sögðu sig einnig úr, og varð um tíma all-mikill órói í hinu lút- erska kirkjulífi í Ameríku. þegar Pennsylvaníu-kirkjufélagið var þannig á ný orðið eitt út af fyrir sig, fóru leiðtogar þess að virða fyrir sér hin ýmsu lútersku kirkjufélög er stóðu fyrir utan General Sýnód- una. þegar hér er komið sögunni voru þjóðverjar farnir að flytja inn í vesturríkin og jafnvel búnir að stofua stór kirkju- félög í Wisconsin og Iowa, en þó sérstaklega í Missouri. þar var mjög öflugt kirkjufélag komið á fót, og var Dr. Walther leiðandi andinn í því. Stefna félags þessa var mjög eindregin íhaldsstefna viðvíkjandi öllu því sem var lúterskt. Dr. Walther hafði eitt augnamið, og það var að halda fast við sextándu og seytjándu-aldar guðfræði lútersku kirkjunnar. því augnamiði hélt hann fram með miklum hæfileikum og frábærum dugnaði; en félag þetta sýndi enga löngun til að samlaga sig bræðrum sínum í austurríkjunum, né heldur hafa þeir nokkurn tíma síðan sýnt hina minstu tilhneigingu til þess. þeir eru svo strangir og miklir íhaldsmenn, að þeir álíta Pennsylvaníu-félagið ekki lúterskt nema að nafninu til. Auk þjóðverja voru einnig Norðmenn, Svíar og Danir farnir að flytja inn í Bandaríkin og jafnvel búnir að stofna nokkur kirkjufélög. Eitt af þeim var Augustana Sýnódan svenska, er ávalt hefir mjög eindregið sýnt sig að hafa lúterska íhaldsstefnu, en um leið heitan, persónulegan kristindóm. Ennfremur var kirkjufélag eitt, sem hafði aðal stöðvar sínar í Ohio. það var eitt af hinum elztu lútersku kirkjufélögum í landinu. það hélt alt af svo fast við kenningar Lúters, að það hafði aldrei samlagað sig General Sýnódunni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.