Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1899, Page 14

Sameiningin - 01.06.1899, Page 14
þannig stóSu þá flokkar um árið 1867. ÖSrum megin var General Sýnódan, sem þá var talsvert ólútersk í anda; hinum megin var Missouri Sýnódan, sem var bæSi einstreng- ingslega þýzk og lútersk. Hvorugum þessara flokka gat Penn- sylvaníu-félagiS samlagaS sig. þaS fylgdi miSlunarstefnu, og þaS voru ýms önnur kirkjufélög, sem litu svipaS á málin. AriS 1867 kom félögum þessum saman um þaS, sér og stefnu sinni til styrktar, aS mynda annaS félaga-samband, aS hinu ytra fyrirkomulagi ekki ósvipað General Sýnódunni. þetta nýja félaga-samband var, og er enn, nefnt „General Council“. NafniS er hið sama sem á ensku máli er haft yfir hina fyrstu almennu kirkjufundi, er haldnir voru til aS ræSa ýms hin stóru ágreinings-atriSi og þýSingarmiklu mál í forn- kirkjunni, og þýSir nafniS eiginlega ekkert annaS en almenn- ur kirkjufundur eða allsherjar ráðstefna. Nafnið lýsir tals- vert eðli félagsskaparins. Hvert félag fyrir sig, sem myndar þetta samband, heldur sínu eigin sjálfstæði og ræður sínum eigin málum alveg eins eftir sem áSur; en til þess aS vernda þaS málefni sem þeim er kærast, finst kirkjufélögum þessum að þau geti haft styrk hvert af öSru meS því að bindast félags- böndum, hafa ráSstefnu þessa á vissum tímum og vinna bróS- urlega og sameiginlega aS viðhaldi og vexti vors lúterska kristindóms á meginlandi þessu. þess vegna er sambandiS nefnt General Council. þaS á aS vera það sem nafnið bendir til: bróðurleg og hjálpleg ráSstefna kirkjufélaga þeirra, er mynda sambandiS. Vald ráðstefnunnar er aðallega ráð- leggjandi. Stærstu félögin og þau, sem áttu mestan þátt í stofnan General Councils, voru Pennsylvaníu-félagiS og Augustana Sýnódan svenska. þau félög eru enn hin stærstu í samband- inu. Hið fyrra telur 127,000 fermda meðlimi. það á einn lærðan skóla, Muhlenberg College í Allentown, Pa. Hið síð- ara telur 110,000 fermda meðlimi, og á fjóra lærða skóla: í Rock Island, Illinois; St. Peter, Minnesota; Lindsborg, Kans- as; og East Orange, New Jersey. Næst félögum þessum að meðlima fjölda eru: Pittsburg Sýnódan, erstendur fyrir Thiel- skólanum í Greenville, Pa., og New York-kirkjufélagið. Yms

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.