Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1899, Page 15

Sameiningin - 01.06.1899, Page 15
smærri félög tilheyra einnig sambandinu. Alls tilheyra þvf níu kirkjufélög, er samtals telja 347,268 fermda meölimi. Á stefnu General Councils hefir þegar veriö drepið. Sam- bandið var myndað í því augnamiði að berjast fyrir sönnum lúterskum kristindómi, en verjast ólúterskum anda og stefnu, sem umkringir oss á alla vegu í þessu landi og vill svelgja oss í sig. Sambandið hefir líka alt af haldið fast við hina lútersku trú feðranna, og aðhyllist það öll játningarrit lútersku kirkj- unnar; sambandið er því strang-lúterskt, án þess það, að öllu leyti, aðhyllist íhaldsstefnu Missouri Sýnódunnar. þetta er, í stuttu máli sagt, stefna General Councils. Sambandið hefir fylgt stefnu sinni eindregið og vel, og hefir það líklega gjört meira en nokkurt annað félag til að gjöra sannlúterskan krist- indóm kunnugan hinum ameríkanska umheimi. Framh. T?,M. t Frá Islantli. Kftlr srra Jónai A. Sigurjmon. * IV. Á Vopnafirði stóð skipiðvið. Kauptúnið, sem er í dá- litlum vexti, er norðan fjarðarins gegnt Krossavík, þar sem þeir Geitissynir bjuggu—hinn frægi þorkell og hinn fagri [)iðr- andi, hinn þriðji fegursti og einn hinn bezti íslendingur forn- aldarinnar. Sveitin er björguleg. Ég var að hugsa um það sem einn hinna stærri spámanna þjóðarinnar, þorvaldur Thor- oddsen, segir (Andv. 22. ár, bls. 51) um Vopnafjörð: ,,þó hefir átumein norðurlands, Ameríkuflanið, gjört þessum sveit- um mikinn baga eigi síður en öðrum“. Ég fann, að þó ég hafi engan þátt átt í þessu Ameríkuflani, hlyti ég að skoðast sem óheillavættur, óvinur eða uppreistarmaður, vargur í vé- um. — Samt fór ég í land, og gekk út að Leiðarhöfn ásamt dr. Lansdell, sem ég áður nefndi, til að skoða varpið þar. En ég sannfærðist um það, að AmeríkuhatriS er bræðrunum heima sízt heillavænlegra en vesturfarirnar, sem þessum ísl. embættismanni þóknaðist að nefna Ameríkuflan. það virðist einnig fara ofurlítið í bága við þessa skoðun, að útflutningurinn

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.