Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1899, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.06.1899, Qupperneq 17
61 óska eftir, að æfin og lífið og löndin líktust þessu,-—að sjá j?að alt, sjá meira, sjá sem lengst hina dýrðlegu útsýn íslenzkrar vornáttúru, sem þarna vaggaði oss við skaut sjtt svo dæma- laust kærleiksrík og móðurleg. — Kærleikurinn var svo mikill, að hann hlaut að halda fyrir manni vöku, —enda andlega. — Skáldið kvað: ,,Ég uni mér ekki’ út í Máney“, en mér leizt hið gagnstæða. þær stöðvar drógu mig að sér, svipað og sagt er um málminn þar í jörðu, að hann dragi að sér og trufii segulnálina. Hið eina, sem ég sá ljótt og hér um bil hið eina hrygðar- efni mitt á þessari leið minni fyrir austan og norðan land, var mjög öldrukkinn prestur,—nokkuð, sem ég hefi aldrei séð ]?au ár, sem ég hefi dvalið fjarri Islandi. Að morgni hins 23. júní var komið til Húsavíkur. þar fór ég í land ásamt dr. Lansdell og konu hans. Æðstu em- bættismenn sýslunnar búa þar í kaupstaðnum, og fékk ég að sjá ]?á. Nokkra hinna skrifandi þingeyinga sá ég einnig í svip. Ég heimsótti þórð kaupmann Guðjohnsen. Fann ég, að hann skildi sérstaklega vel ástand lands og þjóðar, ekki sízt hina kirkjulegu hlið þjóðlífsins. Hjá honum fann ég að máli prestinn af Sauðárkrók, séra Árna Björnsson, mjög góð- mannlegan og prúðan prest. Hann var j?ar á ferð. Var minst á hinn nýafstaðna prestafund á Sauðárkrók, hinn fyrsta fund af þeirri tegund, sem svo mikið þótti koma til. Eru slíkir fundir allrar virðingar verðir. Sauðárkróks-fundurinn lýsti áhuga og gekk vel, þó einstök atriði hefðu verið betur á annan veg. — Ásamt dr. Lansdell heimsótti ég Húsavíkur- prestinn, séra Jón Arason. Hann er bróðurson séra Matthí- asar Jochumssonar. Tók hann okkur mæta vel og veitti góð- an beina. Dr. Lansdell var margspurull um kirkjulífið; tjáði prestur ýmsa anmarka á ]?ví og lét í ljósi hrygð sína yfir and- lega ástandinu ]?ar. Hann sýndi okkur kirkju kaupstaðarins og grafreitinn, og ber hann langt af kirkjunni. Stórfurðaði mig á, hve lítil og þröng kirkjan var og ósamboðin framfara- anda fólksins á þeim stöðvum. þeir, sem nefnt hafa kirkjur Vestur-íslendinga skennnur og marg-óvirt alla kirkjulega starf- semi hér vestra, ættu að stinga hendinni í eigin barm og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.