Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1899, Page 20

Sameiningin - 01.06.1899, Page 20
6 4 kirkja Víkursafnaðar, að Mountain í Norður-Dakota, talsvert eldri, þótt ekki væri hún vigð fyrr en á miðju sumri 1888. Hún var bygð þegar sumarið 1884; bygging hennar lokið þá í ágústmánuði, eins og segir í sögu Víkursafnaðar, sem stendur í 3. árgangi ,,Sam.“ ------^ooch----------- Myndir þær, sem birtast í þessu blaði ,,Sam.“, eru af kirkju Garðar- safnaðar, utan og innan. Kirkjan er rúmgott og ánægjulegt guðsþjón- ustuhús, og er hin prýðilegasta eign fyrir söfnuðinn. Hún var bygð árið 1888, vígð á kirkjuþingi. 26. júní, 1892. Hún er metin $3,800 virði. Séra Jón Bjarnason (ritstjóri ,,Sam.“) og kona hans, frú Lára, ásamt fósturbörnum þeirra, Theódóru og Friðrik — og einnig prestur Garðar-safnaðar í Norður-Dakota, séra Friðrik J. Bergmann — lögðu af stað til íslands hinn 17. maí síðastliðinn. Þau bjuggust við að koma við bæði í Norvegi og Danmörk á þessari ferð sinni og verða að heiman um sex mánaða tima. Frézt heíir, að Stefán Pálsson, sem nú hefir nýlokið guðfræðisnámi í Philadelphia, Pa., hafi tekið köllun frá lúterskum söfnuði í bænum New York. — Hjá ritstjóra ,,Sam.“ fást nú íslenzkar biblíur og nýja testament frá brezka biblíufélaginu). Biblían kostar $1.45, nýja testamentið 60 cts. Hr. Magnús Pálsson, 3og}4 Elgin Ave., sendir ,,Sam.“ út. Hr. Jón A. Blöndal, 207 Pacific Ave., Winnipeg, er féhirðir ,,Sam.“ ,,EIMB,EIÐIN“, eitt fjölbreyttasta og skemtilegasta tímaritið á ís- lenzku. Bitgjörðir, myndir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti Fæst hjá H. S. Bardal, S. Bergmann o. fl. ,,KENNARINN“, mánaðarrit til notkunar við kristindómsfrœðslu barna í sunnu- dagsskólum og heimahúsum; kemur út í Minneota, Minn. Árgangurinn, 12 nr., kostar að eins 50 cts. Ritstjóri séra Björn B. Jónsson. Út S. Th. Westdal. ,,ÍSAFOLD“, iang-mesta blaðið á Íslandi, kemur út tvisvar í viku alt árið; kostar í Ameríku $1.50. Halldór S. Bardal, 181 King St,, Winnipeg, er útsölumaðr. ..VERÐI LJÓS !“— hið kirkjulega mánaðarrit Jeirra séra Jóns Ilelgasonar, séra Sigurðar P. Sívertsens og Haralds Níelssonar í Reykjavík — til sölu í bókaverzlan Halldórs S. Bardals í Winnipeg og kostar 60 cts. ,,SAMEININGIN“ kemur út mánaðarlega,12 nr. á ári. Verð í Vesturheimi: $1.00 árg.; greiðisj fyrirfram. —Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd: Jón Bjarnason(ritstj.), Friðrik J. Bergmann, Jón A.Blöndal, Björn B, Jónsson og Jónas A. Sigurðsson. PRENTSMIDJA LÖGBERGS — WINNIPEG.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.